Ítalski boltinn

Fréttamynd

Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina

Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Afturgangan í Rómarborg

Fáir einstaklingar vekja upp sterkari tilfinningar hjá íbúum Rómar en þjálfarinn Luciano Spalletti. Undir stjórn Spallettis náðu Rómverjar hæstu hæðum en líka djúpum dölum. Hápunktarnir á þjálfaraferli hans í höfuðborginni voru bikartitlarnir árin 2007 og 2008. Dýpstu dalirnir voru 7-1 tapið gegn Manchester United árið 2007 og framkoma hans í garð Francesco Tottis undir lok ferils hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Þessi eða hinn? Del Piero eða Totti

Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru beðnir að velja á milli Alessandros Del Piero og Francescos Totti í dagskrárliðnum Þessi eða hinn sem er alltaf í lok hvers þáttar af Meistaradeildarmörkunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mkhitaryan hetja Inter í sjö marka leik

Inter vann dramatískan 3-4 útisigur er liðið heimsótti Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Henrikh Mkhitaryan reyndist hetja gestanna þegar hann skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Stóra­bróður­styrkur Juventus og Berlu­sconi snýr aftur

Nágrannaslagir lifa oftast nær sínu eigin lífi á Ítalíu. Þegar tvö lið frá sömu borg mætast er allt undir og staðan í deildinni gildir einu. Leikmenn beggja liða eru lafandi hræddir við tap gegn erkifjendunum enda fylgir því oft alls kyns neikvæðni, stuðningsmenn verða brjálaðir og andrúmsloftið fjandsamlegt.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma í Meistara­deildar­sæti

Rómverjar unnu 1-0 útisigur á Sampdoria í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir lærisveinum José Mourinho upp í fjórða sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og fé­lagar halda í við topp­liðin

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í 2-1 útisigri á Cosenza í Serie B, næstefstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn lyftir Genoa upp í fimmta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Ternana.

Fótbolti
Fréttamynd

Norðanvindurinn í Genóa og stór heimsmeistari í lítilli tjörn

Ég man þá tíð þegar maður spilaði fótbolta sem barn, áhyggjulaus á túninu með félögunum. Reglan var þannig að ef annað liðið var að vinna stórt, þurfti einn leikmaður úr liðinu sem var að vinna yfir í liðið sem var að tapa. Skrefin voru þung þar sem maður þrammaði yfir á hinn vallarhelminginn þar sem maður þurfti að reyna að byggja upp sjálfstraust nýju liðsfélaganna sem maður var nýbúinn að niðurlægja.

Fótbolti
Fréttamynd

Dzeko tryggði Inter sigur á Sassuolo

Edin Dzeko skoraði bæði mörk Inter í 1-2 útisigri á Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Inter er því aftur komið á sigurbraut tap í síðustu tveimur leikjum.

Fótbolti