Ofurdeildin Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum A22 Sports, skipuleggjandi Ofurdeildarinnar, segist hafa sent UEFA og FIFA beiðni um að samböndin viðurkenni rétt fyrirtækisins til að stofna nýja Evrópukeppni fyrir félagslið. Fótbolti 17.12.2024 19:31 Danir hægja á Ofurdeildinni Efsta deild karla í Danmörku, Danska ofurdeildin (d. Superligaen), hefur unnið mál gegn Evrópsku ofurdeildinni (e. The Super League), sem lögð hefur verið til. Sú evrópska þarf að líkindum að breyta um nafn, verði hún að veruleika. Fótbolti 13.3.2024 11:30 Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. Fótbolti 13.2.2024 07:01 Forseti PSG skaut á forseta Real Madrid Evrópudómstóllinn hefur heldur betur opnað upp ormagryfjuna í kringum Ofurdeild Evrópu sem flestir héldu að væri gleymd og grafin. Fótbolti 22.12.2023 10:31 Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. Fótbolti 21.12.2023 23:01 UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. Fótbolti 21.12.2023 10:30 Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. Fótbolti 11.11.2023 13:01 Barcelona og Real Madríd ein á báti eftir að Juventus steig frá borði Ítalska knattspyrnufélagið mun á næstunni draga sig úr Ofurdeild Evrópu. Spænsku stórliðin Real Madríd og Barcelona verða því einu tvö félögin eftir sem styðja verkefnið heilshugar. Fótbolti 7.6.2023 07:00 Laporta: „Barcelona fengi milljarð evra fyrir að vera meðal stofnenda Ofurdeildarinnar“ Joan Laporta, forseti Barcelona, er enn með hina svokölluðu Ofurdeild Evrópu á heilanum ef marka má útvarpsviðtal sem hann fór í um helgina. Hann segir að Börsungar myndu fá milljarð evra í eigin vasa ef félagið yrði meðal stofnenda deildarinnar. Fótbolti 13.11.2022 16:46 Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna. Fótbolti 11.8.2022 07:00 Ofurdeild Evrópu óþörf: Vandræði Barcelona, Dortmund og Atlético sanna það Síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Enn á fjöldi liða eftir að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Þar á meðal er spænska stórliðið Barcelona sem má muna fífil sinn fegurri, liðið þarf í raun á kraftaverki að halda til að komast áfram. Fótbolti 7.12.2021 07:01 Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. Fótbolti 27.9.2021 23:01 Reglur um fjárhagslega háttvísi á bak og burt svo moldríkir eigendur geti eytt eins og þeim sýnist Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi (FFP) eru á leiðinni í grunna gröf. Unnið er að nýju regluverki til að passa upp á eyðslu knattspyrnuliða í Evrópu. Félögin sem voru á bakvið hugmyndina að svokallaðri ofurdeild munu vinna saman að nýju regluverki. Fótbolti 20.8.2021 16:00 Forseti Real sagði Raúl og Casillas vera mestu brandara í sögu félagsins Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hefur tekið til varna eftir að gömul, niðurlægjandi ummæli hans um tvo af dáðustu sonum félagsins voru birt í spænska miðlinum El Confidencial. Fótbolti 13.7.2021 14:30 „Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. Fótbolti 12.6.2021 08:01 Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 9.6.2021 11:46 Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. Fótbolti 2.6.2021 08:01 UEFA í hart gegn óhlýðnu félögunum Real Madrid, Barcelona og Juventus Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið mál gegn þremur af stærstu fótboltafélögum álfunnar vegna aðkomu þeirra að stofnum Ofurdeildar Evrópu. Fótbolti 26.5.2021 09:01 Sakar forseta FIFA um að vera hugmyndasmiðinn að Ofurdeildinni Yfirmaður La Liga á Spáni segir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi ekki aðeins stutt Ofurdeildarhugmyndina heldur verið maðurinn á bak við tjöldin. Fótbolti 11.5.2021 16:01 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. Enski boltinn 2.5.2021 13:57 Lókal er leiðin Á dögunum var greint frá áformum tólf stærstu knattspyrnuliða Evrópu um stofnun svokallaðrar Ofurdeildar. Hugðust liðin sneiða hjá skipulögðum keppnum á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins, en keppa þess í stað á eigin vegum - í keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli sögu og fjárhagsstöðu, ekki árangurs. Skoðun 28.4.2021 10:30 Settu reglu til að banna ofurdeildarlið Ítalska knattspyrnusambandið hefur samþykkt reglu sem kemur í veg fyrir að lið geti spilað í ítölsku A-deildinni samhliða því að spila í annarri keppni sem ekki er á vegum FIFA eða UEFA. Fótbolti 27.4.2021 08:00 Pérez: Liðin með „bindandi samning“ og „geta ekki farið“ Florentino Pérez, forseti Real Madrid og forsprakki ofurdeildarinnar, segir félögin tólf sem tóku þátt í stofnun hennar síðustu helgi geti ekki sagt sig frá verkefninu svo glatt. Samningur milli liðanna sé í gildi. Fótbolti 25.4.2021 12:00 „Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. Enski boltinn 24.4.2021 13:00 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. Enski boltinn 23.4.2021 23:01 Klopp ekki fengið afsökunarbeiðni frá Henry Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá John W. Henry, eiganda félagsins, vegna tilraunar til stofnunnar Ofurdeildarinnar fyrr í vikunni. Klopp segir það óþarft. Enski boltinn 23.4.2021 17:00 JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. Fótbolti 23.4.2021 13:00 Finnst nýtt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar litlu skárra en ofurdeildin Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City, segir að nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu sé litlu skárra en ofurdeildin sem sex af stærstu félögum Evrópu ætluðu að stofna. Fótbolti 23.4.2021 12:00 Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. Fótbolti 23.4.2021 09:00 Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. Enski boltinn 23.4.2021 07:30 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum A22 Sports, skipuleggjandi Ofurdeildarinnar, segist hafa sent UEFA og FIFA beiðni um að samböndin viðurkenni rétt fyrirtækisins til að stofna nýja Evrópukeppni fyrir félagslið. Fótbolti 17.12.2024 19:31
Danir hægja á Ofurdeildinni Efsta deild karla í Danmörku, Danska ofurdeildin (d. Superligaen), hefur unnið mál gegn Evrópsku ofurdeildinni (e. The Super League), sem lögð hefur verið til. Sú evrópska þarf að líkindum að breyta um nafn, verði hún að veruleika. Fótbolti 13.3.2024 11:30
Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. Fótbolti 13.2.2024 07:01
Forseti PSG skaut á forseta Real Madrid Evrópudómstóllinn hefur heldur betur opnað upp ormagryfjuna í kringum Ofurdeild Evrópu sem flestir héldu að væri gleymd og grafin. Fótbolti 22.12.2023 10:31
Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. Fótbolti 21.12.2023 23:01
UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. Fótbolti 21.12.2023 10:30
Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. Fótbolti 11.11.2023 13:01
Barcelona og Real Madríd ein á báti eftir að Juventus steig frá borði Ítalska knattspyrnufélagið mun á næstunni draga sig úr Ofurdeild Evrópu. Spænsku stórliðin Real Madríd og Barcelona verða því einu tvö félögin eftir sem styðja verkefnið heilshugar. Fótbolti 7.6.2023 07:00
Laporta: „Barcelona fengi milljarð evra fyrir að vera meðal stofnenda Ofurdeildarinnar“ Joan Laporta, forseti Barcelona, er enn með hina svokölluðu Ofurdeild Evrópu á heilanum ef marka má útvarpsviðtal sem hann fór í um helgina. Hann segir að Börsungar myndu fá milljarð evra í eigin vasa ef félagið yrði meðal stofnenda deildarinnar. Fótbolti 13.11.2022 16:46
Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna. Fótbolti 11.8.2022 07:00
Ofurdeild Evrópu óþörf: Vandræði Barcelona, Dortmund og Atlético sanna það Síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Enn á fjöldi liða eftir að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Þar á meðal er spænska stórliðið Barcelona sem má muna fífil sinn fegurri, liðið þarf í raun á kraftaverki að halda til að komast áfram. Fótbolti 7.12.2021 07:01
Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. Fótbolti 27.9.2021 23:01
Reglur um fjárhagslega háttvísi á bak og burt svo moldríkir eigendur geti eytt eins og þeim sýnist Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi (FFP) eru á leiðinni í grunna gröf. Unnið er að nýju regluverki til að passa upp á eyðslu knattspyrnuliða í Evrópu. Félögin sem voru á bakvið hugmyndina að svokallaðri ofurdeild munu vinna saman að nýju regluverki. Fótbolti 20.8.2021 16:00
Forseti Real sagði Raúl og Casillas vera mestu brandara í sögu félagsins Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hefur tekið til varna eftir að gömul, niðurlægjandi ummæli hans um tvo af dáðustu sonum félagsins voru birt í spænska miðlinum El Confidencial. Fótbolti 13.7.2021 14:30
„Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. Fótbolti 12.6.2021 08:01
Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 9.6.2021 11:46
Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. Fótbolti 2.6.2021 08:01
UEFA í hart gegn óhlýðnu félögunum Real Madrid, Barcelona og Juventus Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið mál gegn þremur af stærstu fótboltafélögum álfunnar vegna aðkomu þeirra að stofnum Ofurdeildar Evrópu. Fótbolti 26.5.2021 09:01
Sakar forseta FIFA um að vera hugmyndasmiðinn að Ofurdeildinni Yfirmaður La Liga á Spáni segir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi ekki aðeins stutt Ofurdeildarhugmyndina heldur verið maðurinn á bak við tjöldin. Fótbolti 11.5.2021 16:01
Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. Enski boltinn 2.5.2021 13:57
Lókal er leiðin Á dögunum var greint frá áformum tólf stærstu knattspyrnuliða Evrópu um stofnun svokallaðrar Ofurdeildar. Hugðust liðin sneiða hjá skipulögðum keppnum á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins, en keppa þess í stað á eigin vegum - í keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli sögu og fjárhagsstöðu, ekki árangurs. Skoðun 28.4.2021 10:30
Settu reglu til að banna ofurdeildarlið Ítalska knattspyrnusambandið hefur samþykkt reglu sem kemur í veg fyrir að lið geti spilað í ítölsku A-deildinni samhliða því að spila í annarri keppni sem ekki er á vegum FIFA eða UEFA. Fótbolti 27.4.2021 08:00
Pérez: Liðin með „bindandi samning“ og „geta ekki farið“ Florentino Pérez, forseti Real Madrid og forsprakki ofurdeildarinnar, segir félögin tólf sem tóku þátt í stofnun hennar síðustu helgi geti ekki sagt sig frá verkefninu svo glatt. Samningur milli liðanna sé í gildi. Fótbolti 25.4.2021 12:00
„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. Enski boltinn 24.4.2021 13:00
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. Enski boltinn 23.4.2021 23:01
Klopp ekki fengið afsökunarbeiðni frá Henry Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá John W. Henry, eiganda félagsins, vegna tilraunar til stofnunnar Ofurdeildarinnar fyrr í vikunni. Klopp segir það óþarft. Enski boltinn 23.4.2021 17:00
JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. Fótbolti 23.4.2021 13:00
Finnst nýtt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar litlu skárra en ofurdeildin Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City, segir að nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu sé litlu skárra en ofurdeildin sem sex af stærstu félögum Evrópu ætluðu að stofna. Fótbolti 23.4.2021 12:00
Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. Fótbolti 23.4.2021 09:00
Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. Enski boltinn 23.4.2021 07:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent