Hillsborough-slysið

Þriggja ára bann fyrir að gera grín að Hillborough-slysinu
Kieron Darlow, 25 ára gamall stuðningsmaður Tottenham Hotspur, hefur verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki eftir að hann var fundinn sekur um að gera grín að Hillsborough-slysinu, mannskæðasta breska íþróttatengda slysi sögunnar.

Markvörður Shrewsbury skammar stuðningsmennina fyrir níðsöngva um Hillsborough
Markvörður Shrewsbury Town skammaði þá stuðningsmenn liðsins sem sungu níðsöngva um Hillsborough slysið eftir leikinn gegn Liverpool í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gær.

Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst
Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Fórnarlömbum Hillsborough slyssins fjölgar úr 96 í 97
Hingað til hefur verið sagt frá því að Hillsborough slysið hafi kostað 96 stuðningsmenn Liverpool lífið. Í gær bættist sá númer 97 við þegar hinn 55 ára gamli Andrew Devine lést meira en þremur áratugum eftir slysið.

Greiða Hillsborough-fjölskyldum bætur vegna yfirhylmingar
Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins.

Einn harðasti stuðningsmaður Liverpool er fimmtug norsk kona
Stuðningsmenn Liverpool eru margir og mismundandi. Einn sá harðasti býr í Noregi og dreymir um að gefa út bókina „You will never knit alone“.

Fá að standa á heimaleikjum Man. Utd
Manchester United hefur fengið leyfi fyrir því að hafa svæði á Old Trafford þar sem 1.500 stuðningsmenn geta staðið á leikjum liðsins í stað þess að sitja.

Manchester United sækir um leyfi til að breyta Old Trafford
Manchester United hyggur á breytingar á heimavelli sínum Old Trafford og hefur nú sótt um leyfi fyrir þeim.

Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool myndarlega jólakveðju
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, heldur áfram að slá í gegn hjá félaginu og sendi hann stuðningsmönnum liðsins veglega jólakveðju í dag.

Stuðningsmenn Everton með borða til heiðurs fórnarlamba Hillsborough: „Tvö félög, ein borg“
Það er oft grunnt á milli stuðningsmanna Everton og Liverpool en svo var ekki að sjá í bikarleik Everton á þriðjudag.

Guardiola bað Liverpool fólk afsökunar
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi.

Engin niðurstaða í Hillsborough dómsmálinu
Málaferlin yfir lögreglustjóranum á vakt í Hillsborough harmleiknum eru í uppnámi eftir að kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu.

Yfirlögregluþjónn neitar sök um manndráp á Hillsborough
David Duckenfield er sakaður um að hafa valdið dauða 95 stuðningsmanna Liverpool með vanrækslu í Hillsborough-slysinu árið 1989.

FA vill að félögin hafi val um standandi svæði
Enska knattspyrnusambandið mun styðja félögin í því að fá val um hvort þau taki upp standandi svæði á völlum sínum. Endurskoðun á löggjöfinni sem bannar standandi svæði er í höndum sjálfstæðs aðila.

Ákærur gegn lögreglustjóra vegna Hillsborough felldar niður
Norman Bettison var yfirmaður lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létu lífið á Hillsborough-vellinum í Sheffield.

Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum
Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi.

Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins
Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot.

Þorvaldur um Hillsborough: Þetta er eitthvað sem menn gleyma ekki í bráð
Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu sína upplifun af Hillsborough-slysinu í Messunni.

Dalglish um Hillsborough: Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru
Þeir 96 sem fórust í Hillsborough-slysinu létust af völdum vanrækslu lögreglunnar.

Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum
Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær.

Loksins réttlæti fyrir hina 96: Stuðningsmenn Liverpool sýknaðir
South Yorkshire ber ábyrgð á ólögmætum dauðsföllum 96 stuðningsmanna Liverpool í Hillsborough-slysinu í apríl 1989.

Liverpool minnist 96 fórnarlamba Hillsborough-harmleiksins í dag
Fyrir 27 árum, 15. apríl 1989, gerðist hryllilegur atburður á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield í Englandi þegar Liverpool og Nottingham Forrest léku þar í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.

Hinna 96 verður minnst í síðasta sinn á Anfield í apríl
Fórnarlamba Hillsborough hefur verið minnst nánast árlega frá slysinu hræðilega fyrir 27 árum.

Liverpool minnist fórnarlamba Hillsborough-harmleiksins í dag
Liverpool mun heiðra minningu fórnarlamba Hillsborough-harmleiksins í dag en þá verða 26 ár liðin frá þessum hryllilega atburði þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool létust.

Lögreglumaður viðurkennir sök sína í Hillsborough-málinu
Segir að aðgerðir sínar hafi valdið dauða þeirra 96 sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989.

Everton minnist stuðningsmanna Liverpool
Everton og Liverpool mætast á Goodison Park á laugardaginn í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni og fyrir leikinn munu heimamenn Everton minnast versta dags í sögu Liverpool með táknrænum hætti.

ÍBV-treflar á minningarathöfn vegna Hillsborough-harmleiksins
Eyjamenn tóku þátt í minningarathöfn vegna Hillsborough-harmleiksins sem fram fór á Anfield í gær en þá var þess minnst að 25 ár eru síðan 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield í Englandi á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forrest í enska bikarnum.

Gerrard: Tilfinningarnar flæddu vegna Hillsborough
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt það að minningarstund vegna Hillsborough-slyssins fyrir City-leikinn hafi haft mikil áhrif á hann og átt sinn þátt í því að hann missti stjórn á tilfinningum sínum eftir sigurinn á Manchester City á sunnudaginn.

Sjö mínútna seinkun til heiðurs fórnarlamba Hillsborough
Enska knattspyrnusambandið tilkynnti það í dag að sambandið ætli að minnast fórnarlamba Hillsborough-harmleiksins sem sérstökum hætti helgina 11. til 14. apríl næstkomandi.

Gerrard gaf 96 þúsund í styrktarsjóð
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gaf styrktarsjóð aðstandanda þeirra sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 myndarlega peningagjöf.