Leigumarkaður

Fréttamynd

Reykjavíkurborg sektuð um 24,5 milljarða

Ef Reykjavík væri borg í Frakklandi, eða ef frönsku sjómennirnir og nunnurnar hefðu náð að setja almennilegt mark á okkur sem samfélag, væri Reykjavíkurborg sektuð um 24.5 milljarða af ríkinu á hverju ári vegna vanrækslu og ábyrgðarleysis í húsnæðismálum.

Skoðun
Fréttamynd

Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns

Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grey litli okrarinn

Það hefur verið kostulegt að fylgjast með viðbrögðum braskara og okrara við reiknivél Samtaka leigjenda sem sýnir viðmiðunarverð húsaleigu miðað við heilbrigðar forsendur eðlilegs markaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Arion­banki ræðst að leigj­endum

Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta.

Skoðun
Fréttamynd

10 kröfur leigjenda á Íslandi

Stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi vinnur að því að leggja fram frumvarp að kröfum leigjanda fyrir leigjendaþing sem haldið verður í febrúar eða mars á næsta ári. Tillögur stjórnar verða ræddar á félagsfundi Samtakanna, sem haldinn verður í Breiðfirðingabúð og á zoom kl. 14 næsta laugardag, 27. nóvember.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgar í foreldrahúsum

Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á þróun leigumarkaðsins hér á landi og sést það vel í aldurshópnum 18 til 24 ára. Árið 2020 bjuggu 16% fleiri á því aldursbili í foreldrahúsum en árið 2019. Á sama tíma minnkar hlutfallið eða stendur í stað í öðrum aldurshópum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Víst okra Fé­lags­bú­staðir

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, benti réttilega á í svari sínu við grein minni að félagið notar hagnað sinn eftir rekstur og útlagaðan fjármagsnkostnað til að greiða lán sín niður. Af 1068 m.kr. afgangi fóru 950 m.kr. til að greiða niður lánin. Hagnaður eftir rekstur, fjármagnskostnað og niðurgreiðslur lána var því um 118 m.kr. í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Bragga­hverfin snúa aftur

Eitt af einkenni alvarlegrar húsnæðiskreppu er að fólk hrekst í húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu eða er ekki hæft til búsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Af­siðun hús­næðis­markaðarins

Frá aldamótum fram að síðustu áramótum hækkaði verð á íbúðum í sambýli um 411%. Á sama tíma hækkaði almennt neysluverð um 151%. Þetta merkir að verð á íbúðum hækkaði um meira en helming umfram almennt verðlag. Það er galið.

Skoðun
Fréttamynd

Inga keypti íbúðina af leigufélagi öryrkja

Hússjóður Öryrkjabandalagsins seldi Ingu Sæland, formanni og þingmanni Flokks fólksins, íbúð sem hún hefur leigt undanfarin ár í febrúar. Á þriðja hundrað manns bíða enn eftir að leigja íbúð af sjóðnum en ekki hefur verið tekið við nýjum umsóknum í um þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Hlut­fall í­búða sem seljast á yfir­verði lækkar í fyrsta sinn síðan í janúar

Nokkuð hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum, en á höfuðborgarsvæðinu dróst fjöldi kaupsamninga saman um 20 prósent á milli mánaðanna júní og júlí og um 25 prósent miðað við júlí í fyrra. Verð á sérbýli hækkar áfram meira en verð íbúða í fjölbýli og þá lækkar hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði í fyrsta sinn síðan í janúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg

Aðstoðarframkvæmdastjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg leigufélag, sem í gær ákvað að lækka leigu hjá öllum leigutökum sínum. Eina skilyrði fjármögnunar er að leigutakar njóti góðra kjara.

Innlent
Fréttamynd

Fast­eigna­markaður fjár­magns­eig­enda

Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði.

Skoðun