
EHF-bikarinn

„Við erum góðir og þeir eru góðir“
Evrópuævintýri Valsmanna í handboltanum gæti haldið áfram á Hlíðarenda í kvöld og þjálfari Valsmanna kallar eftir góðum stuðningi úr stúkunni.

„Það er bara veisla framundan“
Evrópuævintýrið heldur áfram hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og leikmönnum hans hjá Val. Liðið sigraði rúmenska liðið Steaua Búkarest í kvöld í N1-höllinni, 36-30, og unnu einvígið samanlagt með sjö mörkum.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Steaua 36-30 | Valsmenn á leið í undanúrslit í Evrópukeppni
Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF keppni karla með 36-30 sigri gegn rúmenska félaginu CSA Steaua Bucuresti Hlíðarenda. Gestirnir frá Rúmeníu áttu aldrei möguleika og Valsmenn léku á alls oddi. Alexander Petersson var markahæstur með átta mörk úr átta tilraunum. Samtals sjö marka sigur úr einvígi liðanna. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi síðar í kvöld.

Valsmenn drógust enn á ný á móti liði frá Austur-Evrópu
Valsmenn drógust á móti rúmenska félaginu CSA Steaua frá Búkarest þegar dregið var í átta liða úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag.

Umfjöllun og viðtal: Valur - Motor 33-28 | Valsmenn örugglega áfram
Valur tók á móti úkraínska liðinu HC Motor í 3. umferð Evrópubikarsins. Valur var fyrir leikinn í ágætis stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum ytra. Svo fór að lokum að Valur vann góðan fimm marka sigur 33-28 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin.

Afturelding áfram í Evrópubikarnum á minnsta mögulega mun
Afturelding er komin áfram í Evrópubikar karla í handbolta eftir glæsilegan 29-23 sigur gegn norska liðinu Nærbö í Mosfellsbænum í kvöld. Liðið varð að vinna í það minnsta sex marka sigur eftir að hafa tapað leiknum ytra með fimm mörkum.

FH áfram eftir öruggan útisigur gegn RK Partizan
FH-ingar gerðu góða ferð til Belgrad í dag þar sem liðið vann öruggan 23-30 sigur á RK Partizan. FH er því komið áfram í 3. umferð Evrópubikarsins.

Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“
Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu.

Haukar úr leik eftir stórt tap á Kýpur
Haukar eru úr leik í European Cup í handknattleik eftir annað tap gegn kýpverska liðinu Anorthosis Famagusta í dag. Lokatölur 36-28 en Hauka töpuðu fyri leiknum í gær 26-22.

Umfjöllun: ÍBV-Donbas 45-20 | Stór, stórsigur Eyjamanna gegn Donbas
ÍBV tók á móti Donbas í 2. umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn unnu góðan sigur í gær og voru fyrir leik dagsins svo gott sem komnir með annan fótinn inn í 3. umferðina. Leikurinn í dag var eins og góð æfing fyrir Eyjaliðið sem vann með tuttugu og fimm mörkum, 45-20.

Haukar í basli eftir tap á Kýpur
Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram.

Umfjöllun: Donbas - ÍBV 28-36 | Eyjamenn með annan fótinn í næstu umferð
ÍBV er komið með annan fótinn í 3.umferð EHF European Cup í handknattleik eftir öruggan 36-28 sigur á úkraínska liðinu Donbas í Vestmannaeyjum í dag. Liðin mætast á nýjan leik á morgun.

ÍBV úr leik í EHF bikarnum
ÍBV datt fyrr í kvöld út úr átta liða úrslitum EHF bikars kvenna í handbolta eftir að hafa tapað seinni leiknum fyrir Malaga, 34-27. ÍBV tapaði einnig fyrri leiknum í gær stórt og voru lokatölur í einvíginu 68-50.

Eyjakonur í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn
ÍBV heimsótti Costa del Sol Malaga í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta á Spáni í dag. Eyjakonur þurftu að sætta sig við ellefu marka tap, 34-23, en Malaga er ríkjandi meistari keppninnar.

Eyjakonur mæta meisturunum í Málaga
Eyjakonur mæta ríkjandi meisturum Costa del Sol Málaga í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta í febrúar. Dregið var í dag.

Umfjöllun: ÍBV 33 - 29 Sokol Pisek | Eyjastúlkur komnar í átta liða úrslit
ÍBV mætti Sokol Pisek frá Tékklandi í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta.

Íslendingarnir höfðu hægt um sig er Magdeburg sigraði toppslaginn
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson höfðu hægt um sig er Magdeburg hafði betur gegn Sävehof í toppslag C-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 26-29.

Ómar Ingi markahæstur er Magdeburg endurheimti toppsætið
Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður Magdeburg er liðið vann góðan tveggja marka sigur gegn BM Logrono La Rioja í Evrópubikarkeppninni í handbolta í kvöld, 33-31.

Bjarki skoraði sjö í sigri Lemgo | Kristján Örn markahæstur í naumu tapi
Það voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum leikjum í Evrópubikarkeppni karla í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í þriggja marka sigri gegn Chekhovskie Medvedi og Kristján Örn Kristjánsson skoraði einnig sjö mörk er PAUC Aix tapaði með tveimur mörkum gegn Sävehof.

KA/Þór úr leik í Evrópubikarnum eftir sigur á Spáni
KA/Þór vann Elche í síðari leiknum, 21-22, í einvígi liðana í 32gja liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta kvenna. Elche vann fyrri leikinn með fjórum mörkum svo ljóst er að Norðankonur falla úr keppni.

KA/Þór tapaði fyrri leiknum á Spáni
Íslandsmeistaralið KA/Þórs þurfti að þola fjögurra marka tap gegn Elche á Spáni í fyrri leik liðanna í 32gja liða úrslitum Evrópubikars kvenna í dag. Leiknum lauk með sigri Spánverjana 22-18. Síðari leikurinn er einnig spilaður ytra en hann fer fram á morgun.

Eyjakonur fara aftur til Grikklands
Aðra umferðina í röð fer ÍBV til Grikklands í Evrópubikar kvenna í handbolta. Dregið var í 3. umferð keppninnar í dag.

Selfyssingar úr leik eftir tap í Slóveníu
Selfoss er úr leik í Evrópubikarkeppninni í handbolta eftir að hafa tapað gegn Jeruzalem Ormoz á útivelli í dag.

Sigur í Hvíta-Rússlandi ekki nóg fyrir FH sem er úr leik
FHingar eru úr leik í EHF bikarnum í handbolta þetta árið eftir eins marks sigur á SKA Minsk í Hvíta-Rússlandi í dag, 25-26. FH tapaði fyrri leiknum 29-37 og þar með einvíginu 62-55.

Tap hjá ÍBV í Þessalóníku
Handknattleikslið ÍBV tapaði fyrir A.C. PAOK í Evrópukeppni kvenna, EHF bikarnum, í handbolta í dag í Þessalóníku á Grikklandi. ÍBV missti þær grísku aðeins framúr sér snemma leiks en náðu ekki að komast alveg til baka og lokatölur fimm marka sigur Grikkjana. 29-24.