
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Táknmálstúlkun
Sigurlín Margrét skrifar um táknmálstúlkun.

Táknmál
Á Íslandi í dag þann ellefta febrúar er haldin hátíðlegur dagur íslenska táknmálsins.Við sem erum tengd táknmálinu órjúfanlegum böndum fögnum deginum í hjarta okkar og huga. Ég óska öllum íslendingum til hamingju með dag íslenska táknmálsins 11. febrúar.

Óskalisti minn
Senn líður að kosningum til Alþingis 30. nóvember nk. Það er við hæfi að gera óskalista og fá að koma á framfæri á gnægtarborði kosningaloforða stjórnmálaflokka, sérstaklega þegar maður hefur upplifað það að “gleymast” jafnvel gleymast án gæsalappa.

Hjálpartæki / heyrnartæki / samskiptastyrkur
Á undanförnum vikum og misserum hafa fréttir af stöðu ríkisstofnunnar Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands hljóðað uppá hversu illa sú stofnun sé fjármögnuð, ekki hlustað á óskir stjórnenda um breytingar, biðlistar lengjast, húsnæði of lítið og hentar alls ekki til að þjóna skjólstæðingum vel og líka það hve stofnunni sé þröngur stakk búin að fækka á biðlista og þar eftir götum.

Táknmál og íslenska
Það hefur oft verið sagt að táknmál sé dýrt í krónum talið. Þessi staðreynd er oft sögð í flýti, í vörn, í hálfkæringi eða slengt fram án þess að hugsa aðeins um önnur mál í samanburði. Hefur enginn hugsað um hvað íslenskan er dýr? Að baki hverju einasta íslenska orði er sýnilegur og/eða ósýnilegur kostnaður.

Táknmál í hjarta mínu
11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna.

Oft er þörf, nú er nauðsyn; textun á innlendu sjónvarpsefni
Það er nauðsynlegt að textun á innlendu sjónvarspefni sé gerð meiri skil og sýnt meiri þolinmæði. Það eru mörg ár síðan farið var að minnast á textun á innlendu sjónvarpsefni hér á Íslandi. Það eru líka mörg ár síðan byrjað var að texta í löndum sem við berum Ísland oft saman við. Sumt hefur verið gert en margt annað mætti alveg gera betur.

Táknmál í sveitarfélögin
Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga.

… hver er á bakvakt?
Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn.

„Heyrnarskerðing ekki nógu merkileg fötlun“
…stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun?

Höldum þeim heima
Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”.

Enginn túlkur laus og enginn greiðsla fyrir sjálfstætt starfandi túlk!
Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu.

Erfitt að kyngja en …
Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust.

Opið bréf til mennta og menningarráðherra
Kæri Illugi. Ég held ég sleppi öllum málalengingum í upphafsorðum og komi mér beint að efninu. Ég er ofsalega reið...

Öngvir rasistar!
Það sem eftir stendur í atburðum síðustu daga þ.e. innflytjendamálin/frjálst flæði vinnuafls frá Evrópu " og það situr í mér " er að aðrir flokkar, stjórnmálaspékúlantar og einhverjir fleiri séu að kallastefnu Frjálslynda flokksins rasisma.