Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Ef sam­kennd væri drif­kraftur stjórn­mála

Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi.

Skoðun
Fréttamynd

Saga Garðars sakar ráð­herra um heiguls­hátt

Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvið barna­morðin strax

Þegar þessar línur eru ritaðar hefur útrýmingarherferð Ísraelshers á Gaza staðið í fjórar vikur. Fjöldi íbúa Gazarstrandarinnar sem fallið hafa fyrir kúlum, sprengjum og eldflaugum hersins er kominn yfir 10 þúsund manns og yfir 4000 börn hafa verið myrt. Þetta er ekki stríð gegn Hamas, þetta er stríð gegn palestínskum börnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hve­nær er komið gott?

Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Ísrael munu taka yfir öryggis­gæslu á Gasa í ein­hvern tíma

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn.

Erlent
Fréttamynd

Opið bréf til ríkis­stjórnarinnar! Að­gerðir núna

Kæru ráðherrar, Ég er ekki vön því að skrifa ráðamönnum eða vera hávær opinberlega. En það er ekki hægt að horfa á það sem er að gerast í Palestínu og aðhafast ekkert eða að leyfa ykkur að draga Ísland niður í svaðið með fleiri vestrænum ríkjum.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni er nú meiri karlinn

Hafið þið heyrt söguna um Bjössa á KFC sem varð uppvís að því að leyfa pabba sínum að kíkja ofan í peningakassann og fékk að velja refsingu sína sjálfur? Hann axlaði ábyrgð með því að færa sig yfir á djúpsteikingarpottinn. Ekki hætta. Bara færa sig. Og það fyrsta sem hann gerði þar? Setti dauða rottu í pottinn til að ganga í augun á jafnöldrum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Ég skil ekki

Við lifum á tímum upplýsinga. Ef við kærum okkur um getum við kynnt okkur sögu Palestínu, tilurð Ísraelsríkis og allt það sem hefur gerst síðan. Við fáum upplýsingar í rauntíma um hvað er að gerast á þessu svæði akkúrat núna.

Skoðun
Fréttamynd

Hvergi öruggt á Gasa

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt.

Erlent