Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Eitt­hvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“

Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín.

Innlent
Fréttamynd

„Á­gæt á­bending“ um bóta­þega en tekur ekki undir allar at­huga­semdir fjármálaráðs

Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Ráðið gagnrýnir meðal annars að því sé gert ókleyft að uppfylla lögbundið hlutverk sitt vegna nýs verklags, og þá er áhyggjum lýst af því að boðaðar breytingar á örorku- og ellilífeyrisbótakerfinu geri bótaþegum hærra undir höfði en launþegum.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­málaráð segir að bóta­þegum verði „gert hærra undir höfði“ en launa­fólki

Áform ríkisstjórnarinnar um að láta bætur til örorku- og ellilífeyrisþega fylgja launavísitölu, samt þannig að tryggt sé að þær hækki aldrei minna en vísitala neysluverðs, felur í sér grundvallarbreytingu frá núverandi kerfi og þýðir að „bótaþegum er gert hærra undir höfði“ en launafólki, að mati fjármálaráðs, og varar við áhrifunum á sjálfbærni opinberra fjármála til framtíðar. Samkvæmt nýlega framlagðri fjármálaáætlun mun kostnaður vegna hins nýja örorkulífeyriskerfis nema um átján milljörðum króna á ársgrundvelli.

Innherji
Fréttamynd

Listin við að fara sér hægt

Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert sam­tal í gangi milli stjórn­valda og sjávar­út­vegs

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðu­neytisins“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kemur til greina að Ís­land sendi fólk til Úkraínu

Til greina kemur að Ísland efli stuðning við Úkraínu með því að senda þangað borgaralega sérfræðinga segir utanríkisráðherra. Beiðni Íslands um samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í öryggis- og varnarmálum er í farvegi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir auknu samráði við þingið.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun veiði­gjalda rýrir virði skráðra sjávarút­vegs­félaga um yfir 50 milljarða

Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“

Innherji
Fréttamynd

Skipar starfs­hóp um dvalar­leyfi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. 

Innlent
Fréttamynd

Rétt að skoða hvort af­nema eigi í­þyngjandi skattaábyrgð hjóna

Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Innlent
Fréttamynd

Út­gerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina.

Innlent
Fréttamynd

Skattahækkun

Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­lík­legt að Banda­ríkja­menn gefi Ís­lendingum valið

Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Gaman að fagna 25 ára af­mæli í ríkis­stjórn

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Launa­lausir starfs­menn greiða raf­magns­reikninginn

Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik.

Innlent
Fréttamynd

Til­færsla styrkja til tekju­lægri gæti seinkað raf­bíla­væðingu

Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri.

Innlent
Fréttamynd

Er órökréttur skatt­af­sláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barna­fólk?

Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Á­nægju­legt að breið sátt liggi fyrir um upp­gjör vegna ÍL-sjóðs

Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir ánægjulegt að breið sátt hafði náðst meðal kröfuhafa um tillögu nefndar ráðherra vegna uppgjörs skulda ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs samþykktu í dag tillögu um að gang að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veiðigjöldin verði keyrð í gegn

Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi.

Innlent