Fótbolti

Rúnar Alex aftur í Arsenal

Enska blaðið Daily Telegraph greinir frá því að landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson yfirgefi Cardiff og fari aftur til Arsenal, eftir að hafa verið að láni hjá velska félaginu.

Enski boltinn

Albert fengi hátt í milljón á dag

Ítalskur blaðamaður segir ljóst að Fiorentina muni leggja fram nýtt tilboð í Albert Guðmundsson í dag og að hann sé búinn að ná samkomulagi um eigin kaup og kjör samþykki Genoa tilboð Fiorentina.

Fótbolti

Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum

Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi.

Íslenski boltinn

Hvar endar Albert í dag?

Ítalska knattspyrnufélagið Fiorentina hefur ekki gefist upp í tilraunum sínum við að landa Alberti Guðmundssyni sem mögulega skiptir um félag í dag.

Fótbolti

Ronaldo getur ekki mætt Messi

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mætast ekki inni á vellinum á morgun eins og búist var við. Ronaldo er meiddur og missir því af vináttuleik Al-Nassr og Inter Miami.

Fótbolti

Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi

Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu.

Íslenski boltinn

Willum einn af pressukóngum Evrópu

Íslenski landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson er í frábærum hópi á mjög athyglisverðum tölfræðilista unnum upp úr upplýsingum frá sjö bestu deildum Evrópu.

Fótbolti

„Við vorum sofandi“

Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, átti fá orð til að lýsa því sem gekk á í leik liðsins gegn nýliðum Luton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Fótbolti