Innlent

„Þetta er vond stjórn­sýsla“

Mál tveggja palestínskra drengja sem vísa á úr landi var tekið fyrir á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að um vonda stjórnsýslu sé að ræða og að ætlun Alþingis hefði aldrei verið að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands. 

Innlent

Hvatti fólk til að hamstra mentólsígarettur

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hvatti saumaklúbbakonur og djammreykingamenn um að hamstra mentólsígarettur á næstu fjórum árum. Eftir það verða þær líklega ófáanlegar hér á landi.

Innlent

„Fólkið hér er gott“

Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar drengjanna skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd.

Innlent

Héra­stubbur bakari bauð upp á fimm­tán sortir fyrsta daginn

Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar þeirra skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd.

Innlent

Að­stand­endur komi með rauða rós fyrir þá sem þau hafi misst

Þrír aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma hafa fengið nóg af úrræðaleysi stjórnvalda og biðlistum og boða til mótmæla næsta laugardag á Austurvelli frá klukkan 13 til 15. Auk þess hafa þau stofnað ný samtök fyrir aðstandendur sem kallast Samtök aðstandenda og fíknisjúkra, SAF.

Innlent

Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn

Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það.

Innlent

Fangelsiskerfið ekki rekið með skil­virkni eða árangri

Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við fósturforeldra tólf ára gamals drengs frá Palestínu sem nýverið fékk synjun á vernd hér á landi og stendur til að senda til Grikklands.

Innlent

„Lúmskar“ skattbreytingar hafa á­hrif á jóla­gjafir

Lögmaður segir takmörk á því hversu mikið má hafa gaman, allavega í augum skattyfirvalda. Nýlegar breytingar á skattmati Ríkisskattstjóra gera það að verkum að hámarksfjárhæð viðburða á vegum fyrirtækis og gjafa samanlagt nemur 163.000 krónum á hvern starfsmann. Þá verður ekki lengur hægt að gefa bankakort með inneign skattfrjálst.

Innlent

Þetta eru sigur­vegarar ársins

Íslendingar unnu marga frækna sigra á árinu, saman og hver í sínu lagi. Í þessum fyrsta annál fréttastofunnar fyrir árið 2023 beinum við sjónum okkar að téðum sigrum; stórum, smáum og allt þar á milli.

Innlent

Tólf ára dreng frá Palestínu verði vísað úr landi

Tólf ára strák frá Palestínu sem hefur búið á hjá íslenskri fjölskyldu á Íslandi undanfarna mánuði hefur verið neitað um vernd. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi ásamt fjórtán ára frænda sínum til Grikklands þar sem engin fjölskylda bíður þeirra.

Innlent

Úlf­úð í ís­lensku skáksamfélagi

Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla.

Innlent