Körfubolti

Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra.

Körfubolti

NBA: Úlfarnir áfram á siglingu

Minnesota Timberwolves hélt áfram góðu gegni sínu í NBA deildinni í nótt þegar að liðið bar sigurorð af ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 138-119. Þeir Anthony Edwards og Karl Anthony-Towns skoruðu 25 stig hvor fyrir Timberwolves en Khris Middleton skoraði 15 stig fyrir Bucks.

Körfubolti

Helena Sverrisdóttir: Ég er gífurlega stolt af þessum stelpum

Helena Sverrisdóttir var virkilega ánægð með liðsheildina þegar Haukar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Þær lögðu Breiðablik 88-81 í Smáranum í hörkuleik en varnarleikur og reynsla liðsins kláraði verkefnið í fjórða leikhluta en leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. 

Körfubolti

Bjarni: Við ætlum okkur að vinna þennan bikar

Haukar unnu Njarðvíkinga fyrri í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarsins í körfuknattleik 57-83. Þó lokatölurnar gefi annað til kynna þá var leikurinn í mjög góðu jafnvægi í 30 mínútur en góð skorpa frá Helenu Sverrisdóttur og frábær vörn í fjórða leikhluta gerðu það að verkum að Haukar leika til úrslita á laugardaginn.

Körfubolti

Elvar stigahæstur í tapi

Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður Antwerp Giants með 18 stig er liðið mátti þola 14 stiga tap gegn Den Bosch í BNXT-deildinni í körfubolta í kvöld, 95-81.

Körfubolti