Skoðun

Ný framtíð

Haraldur Ingi Haraldsson skrifar

Ég skipa oddvitasæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er bæði stoltur af þeim heiðri og trausti sem vér er veitt en einnig tek ég því af auðmýkt og undirstrika að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar ekki herrar.

Skoðun

Betur sjá augu en auga

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins.

Skoðun

Að afvopna kvíðann

Ástþór Ólafsson skrifar

Núna eru kennarar, almennt starfsfólk, skólastjórnendur, stuðningsfulltrúar o.s.frv. að koma sér fyrir í þeirri hugsun að skólinn eða grunnskólinn er að hefjast á ný.

Skoðun

Sjávar­út­vegur í fjötrum

Einar G. Harðarson skrifar

Fyrir aldamótin 1900 fóru Danir með einokun á verslun á Íslandi. Leiddi það til mikillar fátæktar og vesældar Íslendinga. Það að Danir hættu einokun með viðskipti á Íslandi er stærsta einstaka efnahagslega aðgerð sem gerð hefur verið á Íslandi.

Skoðun

Óbólusettir?

Anna Tara Andrésdóttir skrifar

Morgunblaðið greindi frá því að um 40% þeirra sem hefðu lagst inn á Landspítalann í fjórðu COVID-19 bylgjunni væru óbólusettir. Orðið „óbólusettir“ samkvæmt orðabókinni malid.is þýðir „sá sem hefur ekki fengið bólusetningu“.

Skoðun

Hinn duldi faraldur

María Rut Kristinsdóttir skrifar

Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan.

Skoðun

Að ræna komandi kyn­slóðir

Guðbrandur Einarsson skrifar

Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum.

Skoðun

Nóvember nálgast

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Þegar talað er um loftslagsvána þá virðumst við Íslendingar fljót að verða „litlasta land í heimi.“ Við teljum okkur trú um að þau áhrif sem við höfum á umhverfið séu svo lítil að það skipti eiginlega ekki máli hvað við gerum.

Skoðun

Staðurinn þar sem menn missa vitið

Hans Jónsson skrifar

Það er opinber stofnun á Íslandi sem hefur það hlutverk að sinna og viðhalda öryggisneti sem er ætlað að grípa okkur ef við fæðumst með eða myndum með okkur langvarandi eða varanlegt sjúkdómsástand. Þessi stofnun ratar í fréttirnar öðru hverju en ég hef allavega aldrei séð fréttaflutning af því að hún sé að standa sig með sóma. Tryggingastofnun ríkisins er núna aftur í fréttum.

Skoðun

Að þykja vænt um komandi kynslóðir

Kristrún Frostadóttir skrifar

Stefnt er að 100 milljarða króna niðurskurði 2023-25 til að draga úr skuldsetningu vegna heimsfaraldurs í núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Skoðun

Við­vörunar­bjöllur hringja

Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan. Þetta þekkjum við landsbyggðafólkið vel. Líklega of vel.

Skoðun

Hvernig fiskeldi viljum við?

Rúnar Gunnarsson skrifar

Ef mælaborð fiskeldis er skoðað má sjá að ársframleiðsla á laxi í sjókvíum var 32.267 tonn árið 2020. Á sama stað má sjá að notuð voru 43.557 tonn af fóðri í þessa framleiðslu. Samkvæmt því þarf um 1,3 kg af fóðri til að ala 1 kg af laxi.

Skoðun

Iðn­nám þarf að skipa hærri sess hjá stjórn­völdum

Hilmar Harðarson skrifar

Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina.

Skoðun

Hugrekki óskast

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Föðuramma mín var harður nagli sem sagði sína meiningu hispurslaust. Mannleg samskipti voru sjálfsagt ekki hennar sterkasta hlið.

Skoðun

Tvö samfélög

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar

Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra.

Skoðun

Sjálfstæðisflokkurinn er jaðarflokkur

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn fjöldahreyfing, en flokkurinn er það ekki lengur. Forysta flokksins talar ekki lengur máli breiðs hóps og kjósendur flokksins endurspeglar ekki almenning á nokkurn hátt.

Skoðun

Börn sem kosta

Birna Eik Benediktsdóttir skrifar

Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira.

Skoðun

Um spænska togara og hræðsluáróður

Ingvar Þóroddsson skrifar

„Sameiginleg sjávarútvegsstefna heitir sameiginleg sjávarútvegsstefna af því að hún er sameiginleg.“ Þessi fleygu orð lét Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra falla á Alþingi í vor þegar umræða fór fram um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið að frumkvæði þingflokks Viðreisnar.

Skoðun

Engar sam­göngur eftir ára­tug?

Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita.

Skoðun

Er þitt blóð verra en mitt?

Brynja Dan Gunnarsdóttir skrifar

Nú þegar hinsegin dagar ganga í garð er gott að líta aðeins í kringum sig og hugsa. Hugsa afhverju erum við enn að minna á rétt hinsegin fólks og baráttu þeirra? Hugsa hvað viljum við gera betur? Og hvar getum við gert betur?

Skoðun

Hreppa­flutningar 21. aldarinnar

Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar

Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna.

Skoðun

Megum engan tíma missa

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra.

Skoðun

Tíðindi dagsins kalla á kjarkaða ríkis­stjórn

Andrés Ingi Jónsson skrifar

„Loftlagsbreytingarnar eru hér, í dag. Við erum líka hér, í dag. Ef við bregðumst ekki við, hver á þá að gera það?“ Svona orðaði einn höfunda skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna það í dag þegar hún var.

Skoðun

Sam­starfs­erfið­leikar og með­virkni á vinnu­stað

Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar

Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu.

Skoðun

Við tökum ábyrgð á losun okkar

Jóna Bjarnadóttir skrifar

Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins.

Skoðun

Hjarðónæmi og sóttvarnir

Ari Tryggvason skrifar

Skjótt skipast veður í lofti. Nú er allt í einu nauðsynlegt að stór hluti þjóðarinnar smitist til að ná nauðsynlegu hjarðónæmi þrátt fyrir að þorri hennar sé fullsprautaður.

Skoðun

Menningarstríð héraðsdómara og Sjálfstæðismanns

Kári Gautason skrifar

Síðustu misseri hefur farið meira og meira fyrir innflutningi á vegum ákveðinna hægri manna. Nú er ekki um innflutning á vörum að ræða heldur á bandarísku menningarstríðunum svokölluðu sem flutt eru inn til heimabrúks.

Skoðun