Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Íslenski landsliðmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson fékk tækifærið í kvöld þegar Brentford komst áfram i enska deildabikarnum eftir 2-0 sigur á Bournemouth í slag tveggja úrvalsdeildarliða. Enski boltinn 26.8.2025 20:50 „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Víkingur vann 4-1 sigur gegn Vestra á heimavelli. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur út í frammistöðu Vestra en viðurkenndi að sigur í bikarúrslitum síðasta föstudag hafi spilað inn í. Sport 26.8.2025 20:46 Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Víkingar nýttu sér bikarþynnku Vestra manna og unnu sannfærandi 4-1 sigur á heimavelli. Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir úr fyrsta færi leiksins og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Víkings yrði. Heimamenn unnu á endanum 4-1 sigur. Íslenski boltinn 26.8.2025 19:50 Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Skosku meisturunum í Celtic mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítakeppni í Kasakstan í dag. Fótbolti 26.8.2025 19:42 Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Anthony Gordon var skúrkurinn í tapi Newcastle á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið. Enski boltinn 26.8.2025 19:00 Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Valur vann 4-3 sigur er liðið tók á móti AFtureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik snéru Valsmenn taflinu við. Íslenski boltinn 26.8.2025 18:30 Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Ármenningar eru með lið í Bónus deild kvenna í vetur og nýliðarnir eru að styrkja liðið fyrir átökin. Körfubolti 26.8.2025 18:00 Hera bætti sjö ára Íslandsmet Hera Christensen bætti í kvöld Íslandsmetið í kringlukasti á móti í Hafnarfirði. Sport 26.8.2025 18:00 Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Danska fótboltafélagið Bröndby hefur tekið hart á framkomu stuðningsmanna sinna eftir tapið í Víkinni fyrir nokkrum vikum. Fótbolti 26.8.2025 17:01 Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Hlaupaþjálfarinn og fjölskyldufaðirinn Gjert Ingebrigtsen var fyrr á þessu ári dæmdur fyrir heimilisofbeldi en er ekki hættur þjálfun. Hann hefur hins ekki fengið leyfi til að fara á heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum í næsta mánuði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sport 26.8.2025 16:47 Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Tennisstjarnan Carloz Alcaraz mætti snoðaður til leiks á opna bandaríska meistaramótið í gærkvöldi. Sport 26.8.2025 15:47 Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Séamus Coleman, sem hefur verið fyrirliði írska fótboltalandsliðsins undanfarin ár, er ekki í landsliðshópnum sem Heimir Hallgrímsson valdi fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2026. Fótbolti 26.8.2025 15:00 Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Cadillac mun senda lið til leiks í Formúlu 1 á næsta tímabili og hefur nú samið við ökumenn. Reynsluboltarnir Sergio Perez og Valtteri Bottas munu keyra Cadillac bílana. Formúla 1 26.8.2025 14:15 Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Bikarmeistarar Crystal Palace hafa áhuga á að fá svissneska landsliðsvarnarmanninn Manuel Akanji frá Manchester City. Enski boltinn 26.8.2025 13:32 Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Hin 45 ára Venus Williams keppti í fyrsta sinn á risamóti í tvö ár þegar hún laut í lægra haldi fyrir Karolinu Muchovu í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Sport 26.8.2025 12:45 Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni The Rift MTB, ný fimm daga fjallahjólakeppni, fer fram á á Norðurlandi frá miðvikudegi til sunnudags. Keppt er í tveggja manna liðum þar sem hjólað er í gegnum fjölbreytt landslag Norðurlands. Alls taka 80 keppendur þátt í 40 liðum. Keppnin er skipulögð af Lauf Cycles í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila. Sport 26.8.2025 12:38 Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Hinn þrautreyndi Steven Caulker virðist hafa góð áhrif á lið Stjörnunnar en það hefur ekki tapað leik síðan hann byrjaði að spila fyrir það. Íslenski boltinn 26.8.2025 12:00 Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Everton hefur fest kaup á enska kantmanninum Tyler Dibling frá Southampton. Enski boltinn 26.8.2025 11:31 „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir fann hlutina smella saman á æfingu í síðustu viku og sló Íslandsmetið í sleggjukasti um helgina. Hún er orðin vongóð um að komast á heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Tókýó í Japan í næsta mánuði. Sport 26.8.2025 11:00 Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Newcastle United er í framherjaleit og rennir hýru auga til Norðmannsins Jörgen Strand Larsen hjá Wolves. Enski boltinn 26.8.2025 10:32 Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, gagnrýndi nálgun Newcastle United í leik liðanna á St. James' Park í gær. Slot sagði að þetta hefði ekki verið fótboltaleikur. Enski boltinn 26.8.2025 10:10 Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum ÍBV er sigurvegari Lengjudeildar kvenna í fótbolta og mun því spila á ný á meðal þeirra Bestu að ári eftir tveggja ára fjarveru. Íslenski boltinn 26.8.2025 09:30 Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Örvar Eggertsson var hetja Stjörnunnar þegar liðið sótti sigur gegn KR á Meistaravelli, 1-2, í Bestu deild karla í gær. Með sigrinum stimpluðu Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna. Íslenski boltinn 26.8.2025 09:01 Segir að Dowman sé eins og Messi Theo Walcott sparaði ekki stóru orðin þegar hann fjallaði um frammistöðu hins fimmtán ára Max Dowman í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Hann sagði að strákurinn spilaði eins og sjálfur Lionel Messi. Enski boltinn 26.8.2025 08:30 Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fékk ekki háa einkunn hjá sérfræðingum Sunnudagsmessunnar fyrir frammistöðu sína í 1-1 jafnteflinu við Fulham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn 26.8.2025 08:01 Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Nafn hins sextán ára Rios Ngumoha var á allra vörum eftir að hann skoraði sigurmark Liverpool gegn Newcastle United, 2-3, í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enski boltinn 26.8.2025 07:30 Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Miklar líkur eru á því að kærustuparið Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson muni bæði keppa fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu í byrjun næsta árs. Sport 26.8.2025 07:03 Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Everton fagnaði sigri í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum á nýja leikvangi sínum um helgina en úrslitin hefðu kannski getað endað allt öðruvísi ef ekki væri fyrir hetjudáðir markvarðarins Jordan Pickford. Enski boltinn 26.8.2025 06:30 Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á þriðjudögum. Sport 26.8.2025 06:01 Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Það styttist í nýtt NFL tímabil og San Francisco 49ers er eitt af liðunum sem eru bornar miklar væntingar til í ár. 49ers er reyndar þegar búið að skrifa söguna áður en tímabilið hefst. Sport 25.8.2025 23:15 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 334 ›
Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Íslenski landsliðmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson fékk tækifærið í kvöld þegar Brentford komst áfram i enska deildabikarnum eftir 2-0 sigur á Bournemouth í slag tveggja úrvalsdeildarliða. Enski boltinn 26.8.2025 20:50
„Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Víkingur vann 4-1 sigur gegn Vestra á heimavelli. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur út í frammistöðu Vestra en viðurkenndi að sigur í bikarúrslitum síðasta föstudag hafi spilað inn í. Sport 26.8.2025 20:46
Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Víkingar nýttu sér bikarþynnku Vestra manna og unnu sannfærandi 4-1 sigur á heimavelli. Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir úr fyrsta færi leiksins og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Víkings yrði. Heimamenn unnu á endanum 4-1 sigur. Íslenski boltinn 26.8.2025 19:50
Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Skosku meisturunum í Celtic mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítakeppni í Kasakstan í dag. Fótbolti 26.8.2025 19:42
Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Anthony Gordon var skúrkurinn í tapi Newcastle á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið. Enski boltinn 26.8.2025 19:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Valur vann 4-3 sigur er liðið tók á móti AFtureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik snéru Valsmenn taflinu við. Íslenski boltinn 26.8.2025 18:30
Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Ármenningar eru með lið í Bónus deild kvenna í vetur og nýliðarnir eru að styrkja liðið fyrir átökin. Körfubolti 26.8.2025 18:00
Hera bætti sjö ára Íslandsmet Hera Christensen bætti í kvöld Íslandsmetið í kringlukasti á móti í Hafnarfirði. Sport 26.8.2025 18:00
Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Danska fótboltafélagið Bröndby hefur tekið hart á framkomu stuðningsmanna sinna eftir tapið í Víkinni fyrir nokkrum vikum. Fótbolti 26.8.2025 17:01
Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Hlaupaþjálfarinn og fjölskyldufaðirinn Gjert Ingebrigtsen var fyrr á þessu ári dæmdur fyrir heimilisofbeldi en er ekki hættur þjálfun. Hann hefur hins ekki fengið leyfi til að fara á heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum í næsta mánuði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sport 26.8.2025 16:47
Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Tennisstjarnan Carloz Alcaraz mætti snoðaður til leiks á opna bandaríska meistaramótið í gærkvöldi. Sport 26.8.2025 15:47
Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Séamus Coleman, sem hefur verið fyrirliði írska fótboltalandsliðsins undanfarin ár, er ekki í landsliðshópnum sem Heimir Hallgrímsson valdi fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2026. Fótbolti 26.8.2025 15:00
Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Cadillac mun senda lið til leiks í Formúlu 1 á næsta tímabili og hefur nú samið við ökumenn. Reynsluboltarnir Sergio Perez og Valtteri Bottas munu keyra Cadillac bílana. Formúla 1 26.8.2025 14:15
Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Bikarmeistarar Crystal Palace hafa áhuga á að fá svissneska landsliðsvarnarmanninn Manuel Akanji frá Manchester City. Enski boltinn 26.8.2025 13:32
Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Hin 45 ára Venus Williams keppti í fyrsta sinn á risamóti í tvö ár þegar hún laut í lægra haldi fyrir Karolinu Muchovu í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Sport 26.8.2025 12:45
Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni The Rift MTB, ný fimm daga fjallahjólakeppni, fer fram á á Norðurlandi frá miðvikudegi til sunnudags. Keppt er í tveggja manna liðum þar sem hjólað er í gegnum fjölbreytt landslag Norðurlands. Alls taka 80 keppendur þátt í 40 liðum. Keppnin er skipulögð af Lauf Cycles í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila. Sport 26.8.2025 12:38
Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Hinn þrautreyndi Steven Caulker virðist hafa góð áhrif á lið Stjörnunnar en það hefur ekki tapað leik síðan hann byrjaði að spila fyrir það. Íslenski boltinn 26.8.2025 12:00
Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Everton hefur fest kaup á enska kantmanninum Tyler Dibling frá Southampton. Enski boltinn 26.8.2025 11:31
„Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir fann hlutina smella saman á æfingu í síðustu viku og sló Íslandsmetið í sleggjukasti um helgina. Hún er orðin vongóð um að komast á heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Tókýó í Japan í næsta mánuði. Sport 26.8.2025 11:00
Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Newcastle United er í framherjaleit og rennir hýru auga til Norðmannsins Jörgen Strand Larsen hjá Wolves. Enski boltinn 26.8.2025 10:32
Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, gagnrýndi nálgun Newcastle United í leik liðanna á St. James' Park í gær. Slot sagði að þetta hefði ekki verið fótboltaleikur. Enski boltinn 26.8.2025 10:10
Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum ÍBV er sigurvegari Lengjudeildar kvenna í fótbolta og mun því spila á ný á meðal þeirra Bestu að ári eftir tveggja ára fjarveru. Íslenski boltinn 26.8.2025 09:30
Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Örvar Eggertsson var hetja Stjörnunnar þegar liðið sótti sigur gegn KR á Meistaravelli, 1-2, í Bestu deild karla í gær. Með sigrinum stimpluðu Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna. Íslenski boltinn 26.8.2025 09:01
Segir að Dowman sé eins og Messi Theo Walcott sparaði ekki stóru orðin þegar hann fjallaði um frammistöðu hins fimmtán ára Max Dowman í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Hann sagði að strákurinn spilaði eins og sjálfur Lionel Messi. Enski boltinn 26.8.2025 08:30
Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fékk ekki háa einkunn hjá sérfræðingum Sunnudagsmessunnar fyrir frammistöðu sína í 1-1 jafnteflinu við Fulham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn 26.8.2025 08:01
Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Nafn hins sextán ára Rios Ngumoha var á allra vörum eftir að hann skoraði sigurmark Liverpool gegn Newcastle United, 2-3, í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enski boltinn 26.8.2025 07:30
Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Miklar líkur eru á því að kærustuparið Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson muni bæði keppa fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu í byrjun næsta árs. Sport 26.8.2025 07:03
Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Everton fagnaði sigri í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum á nýja leikvangi sínum um helgina en úrslitin hefðu kannski getað endað allt öðruvísi ef ekki væri fyrir hetjudáðir markvarðarins Jordan Pickford. Enski boltinn 26.8.2025 06:30
Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á þriðjudögum. Sport 26.8.2025 06:01
Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Það styttist í nýtt NFL tímabil og San Francisco 49ers er eitt af liðunum sem eru bornar miklar væntingar til í ár. 49ers er reyndar þegar búið að skrifa söguna áður en tímabilið hefst. Sport 25.8.2025 23:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti