Sport

Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr

Arnór Sigurðs­son, leik­maður Black­burn Rovers, viður­kennir að undan­farnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skaga­maðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólsku­legri tæk­lingu í mikil­vægum leik Ís­lands og Ísrael á dögunum. Tæk­ling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tíma­bilinu.

Fótbolti

Draumur Stígs rættist með stóð­hestinum Steini

Stóðhesturinn Steinn frá Stíghúsi vakti verðskuldaða athygli um síðustu helgi er hann safnaði 500 þúsund krónum fyrir stuðningsfélagið Einstök börn. Hann vakti þó ef til vill meiri athygli fyrir KR-ljómann í kringum sýningu hans, en við það rættist ósk eiganda hestsins.

Sport

„Þetta er töfrum líkast“

Jude Bellingham er kominn í undanúrslit Meistaradeildarinnar á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. Hann gæti mætt gömlu félögum sínum í Dortmund í úrslitum en fyrst þarf Real Madrid að komast í gegnum Bayern Munchen í undanúrslitum.

Fótbolti

„Ég get ekki fundið réttu orðin“

Mikel Arteta sagðist eiga erfitt með að finna orðin til að hressa leikmenn sína við eftir tapið gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í kvöld. Hann segir Arsenal hafa gefið Bayern tvö mörk í fyrri leiknum.

Fótbolti

„Þær skoruðu full auð­veld­lega á okkur í dag“

Stjörnukonur voru grátlega nálægt því að knýja fram framlengingu á Ásvöllum í kvöld en lokaskot Ísoldar Sævarsdóttur var örlítið of stutt. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, notaði skrautleg orð um hversu litlu munaði áður en viðtalið hófst formlega og verða þau ekki færð í prent að þessu sinni.

Körfubolti