Veður

Varað við asa­hláku, hálku og miklum leysingum

Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á landinu í dag en að hún verði þó ekki jafn hvöss og í gær. Má reikna með að vindur verði yfirleitt átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það hlýnar þegar líður á daginn og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna asahláku.

Veður

Gengur í hvass­viðri eða storm sunnan­til eftir há­degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum.

Veður

Svöl suð­vestan­átt í dag en stormur á morgun

Hægfara lægð er nú á Grænlandshafi og beinir hún til okkar svalri suðvestlægri átt þar sem víða má gera ráð fyrir tíu til átján metrum á sekúndu. Spáð er dimmum éljum og að hvassast verði í éljahryðjum.

Veður

Kyrr­stæð lægð dælir til okkar élja­lofti

Nærri kyrrstæð lægð á Grænlandshafi mun dæla til okkar éljalofti úr suðvestri í dag. Smálægð mun fara allhratt norðaustur yfir land og það mun snjóa víða frá henni um tíma og vindur ganga í suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu.

Veður

„Heiðar­legur stormur“ sem er að ná há­marki

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um allt land. Veðrið mun ná hámarki um sjö eða átta vestan til en aðeins seinna austan lands. Veðurfræðingur á von á því að versta veðrið verði búið þegar fólk fer til vinnu vestantil á landinu, en ekki austantil. 

Veður

Út­lit fyrir hvassan vind með snjó­komu syðst

Útlit er fyrir norðaustankalda og lítilsháttar él norðan heiða í dag, en annars bjart með köflum. Síðdegis er búist við vaxandi austanátt og að þykkni upp sunnanlands, en útlit er fyrir hvassan vind með snjókomu eða slyddu syðst í kvöld.

Veður

Léttir til sunnan- og vestan­lands síð­degis

Það er lítilsháttar snjókoma í flestum landshlutum núna í morgunsárið og er gert ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu, en átta til fimmtán metrum á sekúndu austast á landinu.

Veður

Stórvarasöm hálka í dag

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við stórvarasamri hálku víða á vegum og gangstígum í dag. Hann segir það einkum eiga við um vestan- og sunnanvert landið, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Veður

Þrá­staða veðra­kerfanna brotnar upp í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðlægri átt og yfirleitt stinningskalda eða allhvössum vindi í dag. Það mun fara að rigna, fyrst vestanlands og má svo búast við talsverðri úrkomu í suðvesturfjórðungi landsins þegar líður að kvöldi. 

Veður

Færri við­varanir í fyrra en oft áður

Samtals voru gefnar út 311 viðvaranir af Veðurstofu Íslands árið 2023. Frá árinu 2018 hafa að meðaltali verið gefnar út 380 viðvaranir árlega og var árið í fyrra því heldur undir meðallagi.

Veður