Óvenjuleg lending - en ekki snjöll 5. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lending formanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sáttum um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll.Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnarskrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum undir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagnvart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eignarrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og aukið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni.Það var flestum ljóst – meira að segja flestum stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar.Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarpinu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin útvarpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsréttarnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007.Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum?Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenjulegu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir?Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lending formanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sáttum um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll.Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnarskrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum undir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagnvart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eignarrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og aukið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni.Það var flestum ljóst – meira að segja flestum stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar.Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarpinu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin útvarpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsréttarnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007.Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum?Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenjulegu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir?Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun