Fylgið nákvæmlega jafnmikið 13. október 2004 00:01 Fylgi George Bush og Johns Kerrys er nákvæmlega jafnmikið samkvæmt nýjustu könnunum og því gætir mikillar spennu fyrir síðustu kappræður þeirra í kvöld. Þær eru síðasta stóra tækifæri frambjóðendanna til að sannfæra sjö prósent kjósenda, sem enn eru óákveðin. Það er ekki nema rétt um hálfur mánuður frá því að úrslit kosninganna virtust ráðin. En hálfur mánuður er langur tími í pólitík, og enn eru þrjár vikur til kosninga, og því ljóst að ýmislegt getur gerst. Í dag er staðan sú að bæði Bush og Kerry njóta stuðnings fjörutíu og fimm prósenta þeirra kjósenda sem líklegir eru taldir til að greiða atkvæði í næstu kosningum. Bush er reyndar með töluvert forskot samkvæmt spám um skiptingu kjörmanna, 301 kjörmann á móti 237 hjá Kerry samkvæmt spá CNN. Þess ber þó að geta að í sumum mikilvægum ríkjum, sem hafa fjölda kjörmanna í boði, er munurinn á frambjóðendunum mjög lítill og því þarf ekki mikið til þess að breyting verði á kjörmannaskipaninni. New York Times telur þau ríki sem eru eindregið hlynnt öðrum frambjóðandanum og þar er munurinn minni: 231 fyrir Bush á móti 221 fyrir Kerry. Áttatíu og fimm eru í ríkjum þar sem ómögulegt er að greina á milli hvor nýtur meira fylgis. Sjö prósent kjósenda eru enn óákveðin, samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogbi, og segir John Zogbi, yfirmaður könnunarfyrirtækisins, að það sé lykilatriði fyrir bæði Bush og Kerry að sannfæra þá kjósendur um að mæta á kjörstað og kjósa sig. Sé litið á þessi sjö prósent og þau könnuð ofan í kjölin kemur í ljós að aðeins ellefu prósent óákveðinna telja að Bush eigi skilið annað kjörtímabil í Hvíta húsinu, og fjörutíu prósent óákveðinna eru á því að best væri að skipta um karlinn í brúnni. Alls var um helmingur óviss um hvort að rétt væri að gefa Bush annað tækifæri. Þar með er ekki sagt að þetta fólk kjósi Kerry, heldur á hann betri möguleika á að vinna það á sitt band. Kappræðurnar í kvöld skipta þar miklu en þar á að ræða um innanríkismál: heilbrigðismál, skatta og atvinnumál. Þetta eru málaflokkar þar sem demókratar hafa að jafnaði forskot sé litið til sögunnar. Bush forseti er þó óspar á gagnrýni á Kerry í þessum efnum; segir hann frjálslyndan, sem er eitur í beinum flestra Bandaríkjamanna, og að hann muni auka skattbyrði og flækja heilbrigðisþjónustu með endalausu skrifræði. Kannanir sýna að almenningur óttast hærri skatta verði Kerry kjörinn. Kerry svarar í sama tón og gagnrýnir frammistöðu Bush undanfarin fjögur ár. Hann segir að á vakt Bush hafi störfum fækkað, bensínverð hækkað, skuldir ríkisins margfaldast og óöryggi almennings aukist. Kappræðurnar fara fram í Tempe í Arizona í kvöld og verða sýndar beint á CNN á fjölvarpinu. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fylgi George Bush og Johns Kerrys er nákvæmlega jafnmikið samkvæmt nýjustu könnunum og því gætir mikillar spennu fyrir síðustu kappræður þeirra í kvöld. Þær eru síðasta stóra tækifæri frambjóðendanna til að sannfæra sjö prósent kjósenda, sem enn eru óákveðin. Það er ekki nema rétt um hálfur mánuður frá því að úrslit kosninganna virtust ráðin. En hálfur mánuður er langur tími í pólitík, og enn eru þrjár vikur til kosninga, og því ljóst að ýmislegt getur gerst. Í dag er staðan sú að bæði Bush og Kerry njóta stuðnings fjörutíu og fimm prósenta þeirra kjósenda sem líklegir eru taldir til að greiða atkvæði í næstu kosningum. Bush er reyndar með töluvert forskot samkvæmt spám um skiptingu kjörmanna, 301 kjörmann á móti 237 hjá Kerry samkvæmt spá CNN. Þess ber þó að geta að í sumum mikilvægum ríkjum, sem hafa fjölda kjörmanna í boði, er munurinn á frambjóðendunum mjög lítill og því þarf ekki mikið til þess að breyting verði á kjörmannaskipaninni. New York Times telur þau ríki sem eru eindregið hlynnt öðrum frambjóðandanum og þar er munurinn minni: 231 fyrir Bush á móti 221 fyrir Kerry. Áttatíu og fimm eru í ríkjum þar sem ómögulegt er að greina á milli hvor nýtur meira fylgis. Sjö prósent kjósenda eru enn óákveðin, samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogbi, og segir John Zogbi, yfirmaður könnunarfyrirtækisins, að það sé lykilatriði fyrir bæði Bush og Kerry að sannfæra þá kjósendur um að mæta á kjörstað og kjósa sig. Sé litið á þessi sjö prósent og þau könnuð ofan í kjölin kemur í ljós að aðeins ellefu prósent óákveðinna telja að Bush eigi skilið annað kjörtímabil í Hvíta húsinu, og fjörutíu prósent óákveðinna eru á því að best væri að skipta um karlinn í brúnni. Alls var um helmingur óviss um hvort að rétt væri að gefa Bush annað tækifæri. Þar með er ekki sagt að þetta fólk kjósi Kerry, heldur á hann betri möguleika á að vinna það á sitt band. Kappræðurnar í kvöld skipta þar miklu en þar á að ræða um innanríkismál: heilbrigðismál, skatta og atvinnumál. Þetta eru málaflokkar þar sem demókratar hafa að jafnaði forskot sé litið til sögunnar. Bush forseti er þó óspar á gagnrýni á Kerry í þessum efnum; segir hann frjálslyndan, sem er eitur í beinum flestra Bandaríkjamanna, og að hann muni auka skattbyrði og flækja heilbrigðisþjónustu með endalausu skrifræði. Kannanir sýna að almenningur óttast hærri skatta verði Kerry kjörinn. Kerry svarar í sama tón og gagnrýnir frammistöðu Bush undanfarin fjögur ár. Hann segir að á vakt Bush hafi störfum fækkað, bensínverð hækkað, skuldir ríkisins margfaldast og óöryggi almennings aukist. Kappræðurnar fara fram í Tempe í Arizona í kvöld og verða sýndar beint á CNN á fjölvarpinu.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira