Nýtt hjartalyf handan við hornið 19. október 2004 00:01 Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niðurstöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirnar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammtastærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólguvaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrirtækisins. "Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rannsókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir." Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagreiningar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyfinu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfðavísisins mikilvæga. Kári útilokaði ekki samstarf við önnur lyfjafyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niðurstöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirnar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammtastærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólguvaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrirtækisins. "Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rannsókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir." Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagreiningar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyfinu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfðavísisins mikilvæga. Kári útilokaði ekki samstarf við önnur lyfjafyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira