Um 260 milljóna heimildir ónýttar 20. október 2004 00:01 Tryggingastofnun ríkisins hefur hvergi nærri fullnýtt heimildir á fjárlögum til niðurgreiðslu tannlæknakostnaðar á síðari árum, að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis og formanns kynningarnefndar Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að á árunum 2001 - 2003 hafi vantað 262 milljónir króna upp á að svo væri. Tryggingastofnun greiðir niður 75% af tannlæknakostnaði barna til 18 ára aldurs, samkvæmt gjaldskrá heilbrigðisráðherra. "Ég held að það séu allir tannlæknar yfir þeirri gjaldskrá," sagði Gunnar. "Þetta er gjaldskrá sem ráðherra ákveður og hún er langt frá raunveruleikanum. Hún hækkar til dæmis ekki til samræmis við verðlagið í landinu. Verðlagning hjá tannlæknum er frjáls." Spurður hvort þetta fyrirkomulag yrði ekki til þess að barnmargar fjölskyldur hefðu ekki efni á að greiða fyrir sjálfsagða tannlæknaþjónustu barna sinna, sagði Gunnar að það væri engin spurning, að svo væri. Hins vegar lægju ekki fyrir nýjar tölur um tannheilsu barna. Tannlæknar vildu sjá slíkar tölur áður en þeir færu að tjá sig um stöðu þeirra mála. "En ef barnmargar fjölskyldur fara sjaldnar til tannlæknis vegna kostnaðar við þjónustuna, þá getur það leitt stefnt tannheilsu barna í voða, en við viljum sjá niðurstöður úr rannsóknum áður en við fullyrðum um eitthvað slíkt," sagði Gunnar. Hann sagði að vel væri hægt að hugsa sér að þær fjárhæðir heimildar sem Tryggingastofnun hefði ekki nýtt, hefðu verið notaðar til að hækka gjaldskrá ráðherra. Með því hefði verið hægt að minnka bilið á milli gjaldskrárinnar og taxta tannlækna og þar með útgjöld foreldra við tannlæknakostnað. Það segði sig sjálft að fengi fólk meiri hluta þjónustunnar endurgreiddan, þá ýtti það undir að það færi til tannlæknis. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins hefur hvergi nærri fullnýtt heimildir á fjárlögum til niðurgreiðslu tannlæknakostnaðar á síðari árum, að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis og formanns kynningarnefndar Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að á árunum 2001 - 2003 hafi vantað 262 milljónir króna upp á að svo væri. Tryggingastofnun greiðir niður 75% af tannlæknakostnaði barna til 18 ára aldurs, samkvæmt gjaldskrá heilbrigðisráðherra. "Ég held að það séu allir tannlæknar yfir þeirri gjaldskrá," sagði Gunnar. "Þetta er gjaldskrá sem ráðherra ákveður og hún er langt frá raunveruleikanum. Hún hækkar til dæmis ekki til samræmis við verðlagið í landinu. Verðlagning hjá tannlæknum er frjáls." Spurður hvort þetta fyrirkomulag yrði ekki til þess að barnmargar fjölskyldur hefðu ekki efni á að greiða fyrir sjálfsagða tannlæknaþjónustu barna sinna, sagði Gunnar að það væri engin spurning, að svo væri. Hins vegar lægju ekki fyrir nýjar tölur um tannheilsu barna. Tannlæknar vildu sjá slíkar tölur áður en þeir færu að tjá sig um stöðu þeirra mála. "En ef barnmargar fjölskyldur fara sjaldnar til tannlæknis vegna kostnaðar við þjónustuna, þá getur það leitt stefnt tannheilsu barna í voða, en við viljum sjá niðurstöður úr rannsóknum áður en við fullyrðum um eitthvað slíkt," sagði Gunnar. Hann sagði að vel væri hægt að hugsa sér að þær fjárhæðir heimildar sem Tryggingastofnun hefði ekki nýtt, hefðu verið notaðar til að hækka gjaldskrá ráðherra. Með því hefði verið hægt að minnka bilið á milli gjaldskrárinnar og taxta tannlækna og þar með útgjöld foreldra við tannlæknakostnað. Það segði sig sjálft að fengi fólk meiri hluta þjónustunnar endurgreiddan, þá ýtti það undir að það færi til tannlæknis.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira