Innlent

Tannheilsa rannsökuð

Innan skamms verður hrundið af stað stórri rannsókn á stöðu tannheilsu barna. Er þetta gert til að bæta úr þeim skorti á nýjum upplýsingar um þennan heilsuþátt að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis. Hann sagði, að mjög góður árangur hefði náðst í að minnka tíðni tannskemmda á Íslandi. Á hinum Norðurlöndunum hefði staðan verið sú sama. Nýjar rannsóknir þaðan sýndu hins vegar að tannskemmdir væru að aukast aftur. Rannsóknin er samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytisins, Lýðheilsustofnunar og Háskóla Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×