Krufning kostar 95 þúsund 21. október 2004 00:01 Það kostar 95 þúsund krónur að kryfja lík á Landsítala háskólasjúkrahúsi. Innifalið er líkskurður, vefjarannsóknir, sýkla- og veirurannsóknir, skýrslugerð og samskipti málsaðila. Magaspeglun kostar hinsvegar 6.152 krónur og viðtal og skoðun augnlæknis 2.700 krónur. Þetta og fleira kemur fram í gjaldskrá LSH og miðast verð við staðgreiðslu eða greiðslu með kreditkorti. Sé ekki greitt við komu á spítalann bætist við 300 króna innheimtukostnaður. Þurfi að leiða barnsfaðernismál til lykta á rannsóknarstofu spítalans í réttarlæknisfræði getur séð á pyngjunni. Séu þrír aðilar til rannsóknar, þ.e. barn, móðir og einn karl, kostar rannsóknin 110 þúsund. Þurfi að rannsaka blóð úr fleiri körlum kostar það 12.500 krónur á mann. Röntgenmyndatökur geta líka kostað sitt, eða allt frá 2.152 krónum og upp í 18 þúsund. Fer gjaldið eftir fjölda mynda og þeim líkamshlutun sem myndaðir eru. Þurfi hjón að leita sér meðferðar á geðsviði spítalans þurfa þau að reiða fram 5.575 krónur fyrir hvert skipti og er þá miðað við einnar og hálfrar stundar viðtal í senn. Foreldraviðtal hjá barnageðlækni er tæpum þúsund kalli dýrara. Kostnaður við að tjasla saman nefbroti nemur rúmum fimm þúsund krónum, viðtal og skoðun nýrnalæknis kostar 3.227 krónur en sami pakki hjá húð- og kynsjúkdómalækni er fimm hundruð krónum ódýrari. Ofantalið miðast við fólk sem er sjúkratryggt á Íslandi. Öryrkjar, aldraðir og börn greiða minna og dágóður afsláttur fæst ef sjúklingar bera afsláttarkort. Sé fólk ekki sjúkratryggt þarf það að reiða fram háar fjárhæðir fyrir þjónustu spítalans. Sólarhringsdvöl á gjörgæslu- og vökudeildum LSH kostar 244.000 en gjaldið er talsvert lægra sé legið á öðrum deildum. Verð einstakra aðgerða getur svo numið frá rúmum 90 þúsund krónum upp í rúm þrettán hundruð þúsund. Allt eftir eðli og umfangi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Það kostar 95 þúsund krónur að kryfja lík á Landsítala háskólasjúkrahúsi. Innifalið er líkskurður, vefjarannsóknir, sýkla- og veirurannsóknir, skýrslugerð og samskipti málsaðila. Magaspeglun kostar hinsvegar 6.152 krónur og viðtal og skoðun augnlæknis 2.700 krónur. Þetta og fleira kemur fram í gjaldskrá LSH og miðast verð við staðgreiðslu eða greiðslu með kreditkorti. Sé ekki greitt við komu á spítalann bætist við 300 króna innheimtukostnaður. Þurfi að leiða barnsfaðernismál til lykta á rannsóknarstofu spítalans í réttarlæknisfræði getur séð á pyngjunni. Séu þrír aðilar til rannsóknar, þ.e. barn, móðir og einn karl, kostar rannsóknin 110 þúsund. Þurfi að rannsaka blóð úr fleiri körlum kostar það 12.500 krónur á mann. Röntgenmyndatökur geta líka kostað sitt, eða allt frá 2.152 krónum og upp í 18 þúsund. Fer gjaldið eftir fjölda mynda og þeim líkamshlutun sem myndaðir eru. Þurfi hjón að leita sér meðferðar á geðsviði spítalans þurfa þau að reiða fram 5.575 krónur fyrir hvert skipti og er þá miðað við einnar og hálfrar stundar viðtal í senn. Foreldraviðtal hjá barnageðlækni er tæpum þúsund kalli dýrara. Kostnaður við að tjasla saman nefbroti nemur rúmum fimm þúsund krónum, viðtal og skoðun nýrnalæknis kostar 3.227 krónur en sami pakki hjá húð- og kynsjúkdómalækni er fimm hundruð krónum ódýrari. Ofantalið miðast við fólk sem er sjúkratryggt á Íslandi. Öryrkjar, aldraðir og börn greiða minna og dágóður afsláttur fæst ef sjúklingar bera afsláttarkort. Sé fólk ekki sjúkratryggt þarf það að reiða fram háar fjárhæðir fyrir þjónustu spítalans. Sólarhringsdvöl á gjörgæslu- og vökudeildum LSH kostar 244.000 en gjaldið er talsvert lægra sé legið á öðrum deildum. Verð einstakra aðgerða getur svo numið frá rúmum 90 þúsund krónum upp í rúm þrettán hundruð þúsund. Allt eftir eðli og umfangi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira