Innlent

Veglegur styrkur til daufblindra

Daufblindir fengu nýverið myndarlegan styrk að upphæð að upphæð kr.1.4 milljónir króna. Það var Líknar-og menningarsjóður Netbankans-sparisjóðs sem veitti styrkinn. Hann skal nýta til að efla tölvu-og tæknikunnáttu félagsmanna. Tölvan getur opnað daufblindu fólki nýjan heim og gert því kleift að taka betur þátt í því sem er að gerast í samfélaginu. Einstaklingur er daufblindur ef hann er bæði alvarlega sjón-og heyrnarskertur. Sumir daufblindir eru algjörlega blindir og heyrnarlausir en aðrir hafa örlitla sjón og heyrn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×