Hæsta álagnings tannlæknis 103% 21. október 2004 00:01 Einn tannlæknir verðleggur þjónustu sína 103% yfir gjaldskrá heilbrigðisráðherra, að sögn Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis. Meðalatalshækkun tannlæknastéttarinnar á ráðherragjaldskrá á þessu ári virðist vera milli 15 - 20% að sögn Reynis. Þetta eru upplýsingar úr nýrri könnun sem gerð var af Tryggingastofnun fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs á verðlagningu á þjónustu tannlækna. Gunnar Leifsson tannlæknir og formaður upplýsinganefndar Tannlæknafélags Íslands benti á það í blaðinu í gær, að heimildir TR til endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Reynir staðfesti að þessar tölur væru réttar. Hann sagði að ef tekið væri tímabilið 1998 - 2003, þá hefðu samtals 117 milljónir ekki verið notaðar í heildina á þeim árum. Á enn lengra tímabili, frá 1991 - 2003 hefðu verið greiddar 324 milljónir umfram heimildir. Mest hafi verið greitt umfram 36,2%, þá 15,4% og 14% fram úr. Á þremur síðustu árum hefði vannýtingin mest verið 12, 2% árið 2002 og 9% árið 2001. Þá hefði hún verið 2,7% fyrir síðasta ár. "Skýringarnar á þessum sveiflum eru einfaldlega þær, að áætlað er hversu mikið þurfi að nota til tannlækninga," sagði Reynir. "Það er eðlilegt að það sé allt að 2,5% sveifla á milli ára. Þegar þetta eru orðnar stærri tölur, þá skýrist það af einhverjum öðrum þáttum, sem erfitt er að segja nákvæmlega til um hverjir séu." Hann benti á að allt til ársins 1999 hefðu tannlæknagjaldskrár verið bundnar í samninga. Nú væri tannlæknum frjálst að verðleggja þjónustu sína. "Kannski hafa hækkanir hjá tannlæknum verið það miklar umfram gjaldskrá ráðherra að það hafi dregið úr heimsóknum fólks. Þetta kann að vera hluti af skýringunni." Reynis kvaðst þeirrar skoðunar að hækka þyrfti gjaldskrá ráðherra oftar en gert hefði verið. Þá kvaðst hann leggja áherslu á að vannýttar heimildir yrðu notaðar þar sem þeirra væri þörf í tannlæknaþjónustu, en ekki láta það ganga til baka. Margt hefði áunnist í þeim efnum, en enn væru óunnin verk sem kölluðu á aðstoð hins opinbera. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Einn tannlæknir verðleggur þjónustu sína 103% yfir gjaldskrá heilbrigðisráðherra, að sögn Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis. Meðalatalshækkun tannlæknastéttarinnar á ráðherragjaldskrá á þessu ári virðist vera milli 15 - 20% að sögn Reynis. Þetta eru upplýsingar úr nýrri könnun sem gerð var af Tryggingastofnun fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs á verðlagningu á þjónustu tannlækna. Gunnar Leifsson tannlæknir og formaður upplýsinganefndar Tannlæknafélags Íslands benti á það í blaðinu í gær, að heimildir TR til endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Reynir staðfesti að þessar tölur væru réttar. Hann sagði að ef tekið væri tímabilið 1998 - 2003, þá hefðu samtals 117 milljónir ekki verið notaðar í heildina á þeim árum. Á enn lengra tímabili, frá 1991 - 2003 hefðu verið greiddar 324 milljónir umfram heimildir. Mest hafi verið greitt umfram 36,2%, þá 15,4% og 14% fram úr. Á þremur síðustu árum hefði vannýtingin mest verið 12, 2% árið 2002 og 9% árið 2001. Þá hefði hún verið 2,7% fyrir síðasta ár. "Skýringarnar á þessum sveiflum eru einfaldlega þær, að áætlað er hversu mikið þurfi að nota til tannlækninga," sagði Reynir. "Það er eðlilegt að það sé allt að 2,5% sveifla á milli ára. Þegar þetta eru orðnar stærri tölur, þá skýrist það af einhverjum öðrum þáttum, sem erfitt er að segja nákvæmlega til um hverjir séu." Hann benti á að allt til ársins 1999 hefðu tannlæknagjaldskrár verið bundnar í samninga. Nú væri tannlæknum frjálst að verðleggja þjónustu sína. "Kannski hafa hækkanir hjá tannlæknum verið það miklar umfram gjaldskrá ráðherra að það hafi dregið úr heimsóknum fólks. Þetta kann að vera hluti af skýringunni." Reynis kvaðst þeirrar skoðunar að hækka þyrfti gjaldskrá ráðherra oftar en gert hefði verið. Þá kvaðst hann leggja áherslu á að vannýttar heimildir yrðu notaðar þar sem þeirra væri þörf í tannlæknaþjónustu, en ekki láta það ganga til baka. Margt hefði áunnist í þeim efnum, en enn væru óunnin verk sem kölluðu á aðstoð hins opinbera.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira