Ungt fólk getur tryggt Kerry sigur 22. október 2004 00:01 Ungir kjósendur geta tryggt John Kerry sigur í bandarísku forsetakosningunum ef þeir mæta á kjörstað í meira mæli en hingað til. Þeir eru mun hlynntari Kerry en George W. Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Því er spáð að ungir kjósendur verði allt að tveimur milljónum fleiri en fyrir fjóurm árum og því talið að þeir geti ráðið úrslitum. Kerry hefur nær tuttugu prósentustiga forskot á Bush meðal kjósenda undir þrítugu samkvæmt nýrri könnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Samkvæmt henni fengi Kerry 57 prósent atkvæða en Bush 39 prósent. Munurinn er minni í annarri nýlegri könnun, frá Harvard University Institute of Politics, en samt verulegur, samkvæmt henni styðja 52 prósent Kerry en 39 prósent Bush. Stuðningsmenn flokkanna og ýmis samtök hafa lagt mikla áherslu á það fyrir kosningarnar að fá ungt fólk til að skrá sig á kjörskrá og kjósa. Þetta ýtir undir kosningaáhuga ungs fólks en ekki síður það hversu mjótt var á mununum fyrir fjórum árum. "Ég held það hafi verið gott fyrir þjóðina, það sýndi fram á að hvert atkvæði skiptir máli," sagði háskólaneminn Max Miller við CNN og sagðist telja að deilurnar um síðustu forsetakosningar og harðar deilur um málefni nú geri það að verkum að fleira ungt fólk kjósi en ella. Eitt er vert að hafa í huga. Frá því kosningaaldurinn var lækkaður í átján ár á tímum Víetnamstríðsins hefur sá frambjóðandi alltaf fengið fleiri atkvæði á landsvísu sem hefur notið mest stuðnings ungra kjósenda í skoðanakönnun. Það dugði þó ekki til fyrir fjórum árum þegar Al Gore fékk fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Stuðningur ungra kjósenda við Kerry nú getur ráðið úrslitum, einkum vegna þess að í ríkjum eins og Ohio, Pennsylvaníu og Flórída er svo naumt á munum að mikið fylgi meðal yngri kjósenda getur skipt sköpum og tryggt Kerry fleiri kjörmenn en Bush. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Ungir kjósendur geta tryggt John Kerry sigur í bandarísku forsetakosningunum ef þeir mæta á kjörstað í meira mæli en hingað til. Þeir eru mun hlynntari Kerry en George W. Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Því er spáð að ungir kjósendur verði allt að tveimur milljónum fleiri en fyrir fjóurm árum og því talið að þeir geti ráðið úrslitum. Kerry hefur nær tuttugu prósentustiga forskot á Bush meðal kjósenda undir þrítugu samkvæmt nýrri könnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Samkvæmt henni fengi Kerry 57 prósent atkvæða en Bush 39 prósent. Munurinn er minni í annarri nýlegri könnun, frá Harvard University Institute of Politics, en samt verulegur, samkvæmt henni styðja 52 prósent Kerry en 39 prósent Bush. Stuðningsmenn flokkanna og ýmis samtök hafa lagt mikla áherslu á það fyrir kosningarnar að fá ungt fólk til að skrá sig á kjörskrá og kjósa. Þetta ýtir undir kosningaáhuga ungs fólks en ekki síður það hversu mjótt var á mununum fyrir fjórum árum. "Ég held það hafi verið gott fyrir þjóðina, það sýndi fram á að hvert atkvæði skiptir máli," sagði háskólaneminn Max Miller við CNN og sagðist telja að deilurnar um síðustu forsetakosningar og harðar deilur um málefni nú geri það að verkum að fleira ungt fólk kjósi en ella. Eitt er vert að hafa í huga. Frá því kosningaaldurinn var lækkaður í átján ár á tímum Víetnamstríðsins hefur sá frambjóðandi alltaf fengið fleiri atkvæði á landsvísu sem hefur notið mest stuðnings ungra kjósenda í skoðanakönnun. Það dugði þó ekki til fyrir fjórum árum þegar Al Gore fékk fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Stuðningur ungra kjósenda við Kerry nú getur ráðið úrslitum, einkum vegna þess að í ríkjum eins og Ohio, Pennsylvaníu og Flórída er svo naumt á munum að mikið fylgi meðal yngri kjósenda getur skipt sköpum og tryggt Kerry fleiri kjörmenn en Bush.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira