Innlent

Psoriasisfólki bægt frá sundstöðum

Þess eru dæmi að psoriasis-sjúklingum hafi verið meinaður aðgangur að búningsklefum og böðum svo sem í almenningssundlaugum og íþróttahúsum hér á landi, að sögn Guðnýjar Axelsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga. Hér á landi eru allt að 9.000 manns með psoriasis-sjúkdóminn og enn fleiri með exem. Fyrstu niðurstöður rannsóknar sem gerð hefur verið í um það bil 30 Evrópulöndum á aðstæðum þessara sjúklinga leiða í ljós, að þeir búa við mjög skert lífsgæði og fer gríðarlegur tími í umönnun sjúkdómsins á degi hverjum. Ekki er óalgengt að psoriasis-sjúklingar eyði allt að tveimur klukkustundum á dag í meðhöndlun sjúkdómsins, sem er mjög falinn. Í frumniðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að hjá um 70 prósentum psoriasis-sjúklinga hefur sjúkdómurinn veruleg áhrif á fataval og hjá um 60 prósentum veldur hann svefnleysi að meira eða minna leyti, svo og tíðari fataskiptum og fataþvottum en ella. Hjá 50 - 55 prósentum veldur hann óþrifum á heimili, svo sem vegna hrúðurs sem hrynur af húðinni, auk þess sem fólk veigrar sér við að stunda líkamsrækt. Þá veldur hann skertri vinnu- og námsgetu, er hindrun í félagslífi og veldur vanda í kynlífi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×