Kerry kvartar og kveinar 27. október 2004 00:01 John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að bandaríska þjóðin eiga skilið að fá leiðtoga sem viti hvernig á að tryggja öryggi landsins. George Bush forseti segir að Kerry skorti framtíðarsýn og kvarti bara og kveini. Baráttan um Hvíta húsið harðnar nú dag frá degi, enda einungis sex dagar þar til bandaríska þjóðin gengur að kjörborðinu og velur sér forseta. Bush og Kerry keppast við að koma skilaboðum sínum til kjósenda og tryggja sér atkvæði þeirra og ljóst er að dagarnir fram að kosningum verða annasamir. Á ferðalagi sínu í Las Vegas hélt Kerry áfram að gagnrýna Bush vegna Íraks. Hann sagði stjórnina hafa haft vörð við byggingamálaráðuneytið og olíumálaráðuneytið þar í landi en ekki við skotfærageymslur, sem ógnuðu öryggi bandarískra hermanna, né nægan liðsafla til að gæta landamæranna. „Nú eru þessi landmæri eins og gatasigti, hryðjuverkamenn streyma að úr öllum áttum og vandræði okkar aukast dag frá degi,“ sagði Kerry. „Annað hvort sér forsetinn þetta ekki eða vill ekki viðurkenna það. Hvort heldur sem er eru Bandaríkin óöruggari fyrir vikið. Vinir mínir, við eigum skilið að fá yfirmann sem veit hvernig á að gera Bandaríkin örugg og vernda hermennina okkar.“ George Bush heimsótti kjósendur í Iowa og gagnrýndi keppinaut sinn fyrir stefnuleysi. Hann kvaðst hafa jákvæða og bjarta sýn á framtíð lamdsins og ítarlega áætlun um sigur í Írak og í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Andstæðingur minn hefur enga áætlun og enga framtíðarsýn - aðeins langan kvörtunarlista. En sá sem er bara vitur eftir á hefur aldrei leitt lið til sigurs,“ sagði Bush. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að bandaríska þjóðin eiga skilið að fá leiðtoga sem viti hvernig á að tryggja öryggi landsins. George Bush forseti segir að Kerry skorti framtíðarsýn og kvarti bara og kveini. Baráttan um Hvíta húsið harðnar nú dag frá degi, enda einungis sex dagar þar til bandaríska þjóðin gengur að kjörborðinu og velur sér forseta. Bush og Kerry keppast við að koma skilaboðum sínum til kjósenda og tryggja sér atkvæði þeirra og ljóst er að dagarnir fram að kosningum verða annasamir. Á ferðalagi sínu í Las Vegas hélt Kerry áfram að gagnrýna Bush vegna Íraks. Hann sagði stjórnina hafa haft vörð við byggingamálaráðuneytið og olíumálaráðuneytið þar í landi en ekki við skotfærageymslur, sem ógnuðu öryggi bandarískra hermanna, né nægan liðsafla til að gæta landamæranna. „Nú eru þessi landmæri eins og gatasigti, hryðjuverkamenn streyma að úr öllum áttum og vandræði okkar aukast dag frá degi,“ sagði Kerry. „Annað hvort sér forsetinn þetta ekki eða vill ekki viðurkenna það. Hvort heldur sem er eru Bandaríkin óöruggari fyrir vikið. Vinir mínir, við eigum skilið að fá yfirmann sem veit hvernig á að gera Bandaríkin örugg og vernda hermennina okkar.“ George Bush heimsótti kjósendur í Iowa og gagnrýndi keppinaut sinn fyrir stefnuleysi. Hann kvaðst hafa jákvæða og bjarta sýn á framtíð lamdsins og ítarlega áætlun um sigur í Írak og í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Andstæðingur minn hefur enga áætlun og enga framtíðarsýn - aðeins langan kvörtunarlista. En sá sem er bara vitur eftir á hefur aldrei leitt lið til sigurs,“ sagði Bush.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira