Betra ef Bush ynni 27. október 2004 00:01 Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn. Það mætti halda að stefna Bush og Kerry þegar kemur að utanríkismálum væri gerólík, enda hafa þeir eytt dágóðum tíma í að rífast um þau mál og þá aðallega hryðjuverkastríðið og málefni Íraks. Það kemur því kannski á óvart að þegar yfirlýsingar þeirra eru skoðaðar ofan í kjölinn er ekki mikið sem ber á/í milli. Meira segja í Írak er stefnan harla lík, þó útfærslan sé örlítið mismunandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir bæði Bush og Kerry hafa lýst yfir að það sé stríð gegn hryðjuverkum, báðir hafa lýst því yfir að þeir muni í framtíðinni nota bandaríska herinn í því stríði, báðir styðja Ísrael í deilu þeirra við Palestínumenn og báðir ætla sér að hafa herinn áfram í Írak. Með öðrum orðum, í stóru málunum er ekki mikill munur á frambjóðendunum. Bush og Kerry hafa einnig svipaða utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Norður Kóreu, Indlandi og Pakistan, Kína, Rússlandi og Súdan í Afríku. Það er helst á tveimur vígstöðvum sem fréttaskýrendur búast við stefnubreytingu ná Kerry kjöri. Í fyrsta lagi er búist við því að þá myndu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, og þá sérstaklega Frakklands og Þýskalands, batna til mikilla muna. Í öðru lagi er búist við því að Kerry muni taka öðruvísi á málefnum Írans og kjarnorkuuppbyggingunni þar og fara diplómatískari leiðir en Bush. Margir telja nefnilega að Bush sé að velta þeim möguleika fyrir sér að finna fleiri not fyrir herinn sem hvort sem er er nú staddur á Persaflóasvæðinu. Magnús Þorkell minnir í því sambandi á ræðu Bush fyrir um þremur árum þar sem hann talaði um „öxulveldi hins illa“ og tilgreindi þá sérstaklega Íran. En hvað með litla Ísland? Skiptir það íslensk stjórnvöld einhverju máli hvor vinnur? Almennt virðast flestir telja að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld og framtíð varnarsamningsins við Bandaríkin að Bush vinni kosningarnar. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ýmislegt á sig til að tryggja sér velvilja Bush. Þrátt fyri almenna andstöðu almennings var Ísland, eins og frægt er orðið, á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og líkur hafa verið leiddar að því að það hafi a.m.k. að hluta til verið út af deilunum um orustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli. Margir telja því að ef svo færi að Kerry ynni væri deilan nánast komin aftur á upphafsreit og íslensk stjórnvöld þyrftu að byrja baráttuna upp á nýtt. Ekki eru þó allir á sama máli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils sl. sunnudag að ekki sé víst að betra sé að eiga við repúblikana í þeim efnum og benti á í því sambandi að það var Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem ákvað að þoturnar ættu að fara. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn. Það mætti halda að stefna Bush og Kerry þegar kemur að utanríkismálum væri gerólík, enda hafa þeir eytt dágóðum tíma í að rífast um þau mál og þá aðallega hryðjuverkastríðið og málefni Íraks. Það kemur því kannski á óvart að þegar yfirlýsingar þeirra eru skoðaðar ofan í kjölinn er ekki mikið sem ber á/í milli. Meira segja í Írak er stefnan harla lík, þó útfærslan sé örlítið mismunandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir bæði Bush og Kerry hafa lýst yfir að það sé stríð gegn hryðjuverkum, báðir hafa lýst því yfir að þeir muni í framtíðinni nota bandaríska herinn í því stríði, báðir styðja Ísrael í deilu þeirra við Palestínumenn og báðir ætla sér að hafa herinn áfram í Írak. Með öðrum orðum, í stóru málunum er ekki mikill munur á frambjóðendunum. Bush og Kerry hafa einnig svipaða utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Norður Kóreu, Indlandi og Pakistan, Kína, Rússlandi og Súdan í Afríku. Það er helst á tveimur vígstöðvum sem fréttaskýrendur búast við stefnubreytingu ná Kerry kjöri. Í fyrsta lagi er búist við því að þá myndu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, og þá sérstaklega Frakklands og Þýskalands, batna til mikilla muna. Í öðru lagi er búist við því að Kerry muni taka öðruvísi á málefnum Írans og kjarnorkuuppbyggingunni þar og fara diplómatískari leiðir en Bush. Margir telja nefnilega að Bush sé að velta þeim möguleika fyrir sér að finna fleiri not fyrir herinn sem hvort sem er er nú staddur á Persaflóasvæðinu. Magnús Þorkell minnir í því sambandi á ræðu Bush fyrir um þremur árum þar sem hann talaði um „öxulveldi hins illa“ og tilgreindi þá sérstaklega Íran. En hvað með litla Ísland? Skiptir það íslensk stjórnvöld einhverju máli hvor vinnur? Almennt virðast flestir telja að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld og framtíð varnarsamningsins við Bandaríkin að Bush vinni kosningarnar. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ýmislegt á sig til að tryggja sér velvilja Bush. Þrátt fyri almenna andstöðu almennings var Ísland, eins og frægt er orðið, á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og líkur hafa verið leiddar að því að það hafi a.m.k. að hluta til verið út af deilunum um orustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli. Margir telja því að ef svo færi að Kerry ynni væri deilan nánast komin aftur á upphafsreit og íslensk stjórnvöld þyrftu að byrja baráttuna upp á nýtt. Ekki eru þó allir á sama máli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils sl. sunnudag að ekki sé víst að betra sé að eiga við repúblikana í þeim efnum og benti á í því sambandi að það var Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem ákvað að þoturnar ættu að fara.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira