Enn eitt klúðrið skekur Flórída 28. október 2004 00:01 Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst. Dómsmálaráðuneyti Flórída rannsakaði hvarfið og sagði ekkert benda til þess að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Óvíst er þó hvort það verði til að róa demókrata sem vantreysta mjög stjórnvöldum í Flórída, þar sem Jeb Bush, bróðir George W. Bush Bandaríkjaforseta, ræður ríkjum. Týndu kjörseðlarnir áttu að fara til kjósenda í Broward sýslu þar sem Al Gore, forsetaefni demókrata fyrir fjórum árum, fékk sína bestu kosningu í Flórída. Þá fékk hann 67 prósent atkvæða í sýslunni en tapaði ríkinu með 537 atkvæða mun eftir 36 daga baráttu fyrir dómstólum um hvaða atkvæðaseðla ætti að telja og hverja ekki. Um er að ræða hluta af 58 þúsund kjörseðlum sem átti að senda út 7. og 8. október. Ekki er vitað hversu margir kjörseðlanna týndust en vitað er að sumir sem áttu að fá kjörseðlana eru búnir að fá þá, fylla út og skila inn. Brenda Snipes, sem stjórnar kosningunum, sagði AP-fréttastofunni að hún ætti ekki von á að þurfa að senda út meira en 20 þúsund kjörseðla í stað þeirra sem ekki bárust. Þeir sem báðu um kjörseðla til að geta kosið utan kjörfundar geta beðið um nýja seðla í stað þeirra sem týndust. Einhverjir þeirra eru þó búnir að gefa upp von um að fá kjörseðlana senda. Herman Post, 82 ára maður sem býr til skiptis í Flórída og Connecticut í norðausturhluta Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við The New York Times ætla að keyra alla leið til Flórída til að kjósa á þriðjudag. Til að það takist ætlar hann að leggja af stað snemma á sunnudagsmorgun. Að sögn AP-fréttastofunnar hringdu hundruð kjósenda í sýslunni sem óskuðu eftir atkvæðaseðlum svo þeir gætu greitt atkvæði utan kjörfundar í kjörstjórn og kvörtuðu, að sögn var álagið svo mikið á tímabili að kjósendur náðu ekki í gegn. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst. Dómsmálaráðuneyti Flórída rannsakaði hvarfið og sagði ekkert benda til þess að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Óvíst er þó hvort það verði til að róa demókrata sem vantreysta mjög stjórnvöldum í Flórída, þar sem Jeb Bush, bróðir George W. Bush Bandaríkjaforseta, ræður ríkjum. Týndu kjörseðlarnir áttu að fara til kjósenda í Broward sýslu þar sem Al Gore, forsetaefni demókrata fyrir fjórum árum, fékk sína bestu kosningu í Flórída. Þá fékk hann 67 prósent atkvæða í sýslunni en tapaði ríkinu með 537 atkvæða mun eftir 36 daga baráttu fyrir dómstólum um hvaða atkvæðaseðla ætti að telja og hverja ekki. Um er að ræða hluta af 58 þúsund kjörseðlum sem átti að senda út 7. og 8. október. Ekki er vitað hversu margir kjörseðlanna týndust en vitað er að sumir sem áttu að fá kjörseðlana eru búnir að fá þá, fylla út og skila inn. Brenda Snipes, sem stjórnar kosningunum, sagði AP-fréttastofunni að hún ætti ekki von á að þurfa að senda út meira en 20 þúsund kjörseðla í stað þeirra sem ekki bárust. Þeir sem báðu um kjörseðla til að geta kosið utan kjörfundar geta beðið um nýja seðla í stað þeirra sem týndust. Einhverjir þeirra eru þó búnir að gefa upp von um að fá kjörseðlana senda. Herman Post, 82 ára maður sem býr til skiptis í Flórída og Connecticut í norðausturhluta Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við The New York Times ætla að keyra alla leið til Flórída til að kjósa á þriðjudag. Til að það takist ætlar hann að leggja af stað snemma á sunnudagsmorgun. Að sögn AP-fréttastofunnar hringdu hundruð kjósenda í sýslunni sem óskuðu eftir atkvæðaseðlum svo þeir gætu greitt atkvæði utan kjörfundar í kjörstjórn og kvörtuðu, að sögn var álagið svo mikið á tímabili að kjósendur náðu ekki í gegn.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira