Prestar spurðir um kosningar 30. október 2004 00:01 "Mér finnst Bush ekki taka góðar ákvarðanir og hann er ekki friðarsinni. Ég er friðarsinni og ég trúi á samningaleiðina fram í rauðan dauðann. Kerry virkar á mig sem meiri friðarsinni en það getur svo sem verið að það breytist ef hann verður kosinn. Það er oft sem innri maður kemur í ljós þegar einhverjum hlotnast völd. Mér finnst Bush ekki traustsins verður og ég óttast hann. Ég óttast ákvarðanir hans og þær lífsskoðanir sem hann hefur. Kerry getur ekki verið mikið verri en hann." Hvorn myndir þú kjósa? "Ef ég væri Bandaríkjamaður þá myndi ég skoða málið betur en ég geri sem íslenskur prestur. Það er ekki ólíklegt að ég myndi kjósa Bush en ég myndi skoða feril hans betur og hlusta á það sem hann hefur fram að færa." Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur í Kvennakirkjunni. "Ég treysti Kerry betur og bind miklar vonir við hann. Ég vona að önnur stefna komist á í alþjóðamálum ef hann kemst til valda. Mér finnst Bush ekki hafa staðið sig vel en hann á samúð mína alla. Ég myndi ekki vilja vera í hans sporum. Það þarf að breyta um stjórnarfar í Bandaríkjunum og ég treysti Kerry til að gera það." Hvorn myndir þú kjósa? "Ég veit ekki hvorn ég myndi kjósa ef ég væri Bandaríkjamaður en frá íslenskum bæjardyrum séð myndi ég velja Kerry." Sigríður Munda Jónsdóttir, prestur á Ólafsfirði. "Ég treysti Kerry því ég held að hann eigi eftir að standa sig vel. Ég hef fylgst vel með þessari kosningabaráttu og mér finnst Bush alls ekki hafa staðið sig í stykkinu í forsetaembættinu. Kerry er með mjög ferskar hugmyndir í sambandi við kvenréttindi og fóstureyðingar til dæmis en ekki er það sama uppi á teningnum með Bush. Hann er ekki mjög frjálslyndur maður." Hvorn myndir þú kjósa? "Kerry."Auður Eir Vilhjálmsdóttir.Mynd/TeiturSigríður Munda Jónsdóttir.Mynd/Róbert Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
"Mér finnst Bush ekki taka góðar ákvarðanir og hann er ekki friðarsinni. Ég er friðarsinni og ég trúi á samningaleiðina fram í rauðan dauðann. Kerry virkar á mig sem meiri friðarsinni en það getur svo sem verið að það breytist ef hann verður kosinn. Það er oft sem innri maður kemur í ljós þegar einhverjum hlotnast völd. Mér finnst Bush ekki traustsins verður og ég óttast hann. Ég óttast ákvarðanir hans og þær lífsskoðanir sem hann hefur. Kerry getur ekki verið mikið verri en hann." Hvorn myndir þú kjósa? "Ef ég væri Bandaríkjamaður þá myndi ég skoða málið betur en ég geri sem íslenskur prestur. Það er ekki ólíklegt að ég myndi kjósa Bush en ég myndi skoða feril hans betur og hlusta á það sem hann hefur fram að færa." Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur í Kvennakirkjunni. "Ég treysti Kerry betur og bind miklar vonir við hann. Ég vona að önnur stefna komist á í alþjóðamálum ef hann kemst til valda. Mér finnst Bush ekki hafa staðið sig vel en hann á samúð mína alla. Ég myndi ekki vilja vera í hans sporum. Það þarf að breyta um stjórnarfar í Bandaríkjunum og ég treysti Kerry til að gera það." Hvorn myndir þú kjósa? "Ég veit ekki hvorn ég myndi kjósa ef ég væri Bandaríkjamaður en frá íslenskum bæjardyrum séð myndi ég velja Kerry." Sigríður Munda Jónsdóttir, prestur á Ólafsfirði. "Ég treysti Kerry því ég held að hann eigi eftir að standa sig vel. Ég hef fylgst vel með þessari kosningabaráttu og mér finnst Bush alls ekki hafa staðið sig í stykkinu í forsetaembættinu. Kerry er með mjög ferskar hugmyndir í sambandi við kvenréttindi og fóstureyðingar til dæmis en ekki er það sama uppi á teningnum með Bush. Hann er ekki mjög frjálslyndur maður." Hvorn myndir þú kjósa? "Kerry."Auður Eir Vilhjálmsdóttir.Mynd/TeiturSigríður Munda Jónsdóttir.Mynd/Róbert
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira