Myndband bin Ladens tvíeggjað sverð 31. október 2004 00:01 Í fjölmiðlum hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry. Þeir sem lesið hafa textann vita hins vegar að þetta er hæpin ályktun. Spunameistara repúblikana hafa hins vegar náð að snúa umræðunni á þennan veg í þeirri von að Bandaríkjamenn taki ákvörðun um að standa með forsetanum - það er látið líta út sem stuðningur við Kerry kunni að sýna veiklyndi gagnvart hryðjuverkamönnum. Þetta er þema sem menn forsetans vonast til að nái í gegn til kjósenda á síðsutu dögunum. Skoðanakannanir sýna að staða Bush er langt frá því að vera trygg. Hann mælist víðast með undir 50% stuðning en það er almennt talið boða vont fyrir sitjandi forseta. Kerry sækir á og hefur augljóslega höfðað málflutningi sínum á þann veg á síðustu dögum að sannfæra megi Bandaríkjamenn um að hann sé ekki síður til þess fallinn en Bush að heyja stríð á hendur hryðjuverkamönnum. Það er einnig mikið rætt um ýmis hugsanlega jaðartilvik sem kunna að koma upp í kosningunum og margir eiga von á því að langvinnar deilur í réttarsölum muni að fylgja í kjölfar kosninganna. Að minnsta kosti þykir mönnum ólíklegt að þeir muni vita endanlega niðurstöðu þegar þeir leggjast til hvílu að kvöldi kjördags. Reynslan frá þvi fyrir fjórum árum sýnir að ýmislegt getur komið upp. Flestir fréttaskýrendur telja það ekki boða gott að framboðin hafi ráðið til sín tugþúsundir lögmanna en sjálfir benda lögmennirnir á að ýmsa vankanta megi sníða af framkvæmd kosninga ef eftirlit af hálfu framboðanna er virkt. Í Boston fögnuðu menn í dag sigri heimaliðsins Red Sox í bandarísku hafnarboltadeildinni og telja það boða gott fyrir þriðjudaginn þegar heimamaðurinn Kerry getur unnið annan sögulegan sigur og sest í Hvíta húsið. Næstu dagar verða erfiðir fyrir frambjóðendur og þeim þeytt út um allar jarðir til að herða stuðningsmenn sína í trúnni. Í ýmsum fylkjum eru úrslitin nú þegar ráðin og því hafa herforingjar kosningabaráttanna lagt áherslu á að flytja hörðustu stuðningsmennina sína á þá staði þar sem þörfin er stærst. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Í fjölmiðlum hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry. Þeir sem lesið hafa textann vita hins vegar að þetta er hæpin ályktun. Spunameistara repúblikana hafa hins vegar náð að snúa umræðunni á þennan veg í þeirri von að Bandaríkjamenn taki ákvörðun um að standa með forsetanum - það er látið líta út sem stuðningur við Kerry kunni að sýna veiklyndi gagnvart hryðjuverkamönnum. Þetta er þema sem menn forsetans vonast til að nái í gegn til kjósenda á síðsutu dögunum. Skoðanakannanir sýna að staða Bush er langt frá því að vera trygg. Hann mælist víðast með undir 50% stuðning en það er almennt talið boða vont fyrir sitjandi forseta. Kerry sækir á og hefur augljóslega höfðað málflutningi sínum á þann veg á síðustu dögum að sannfæra megi Bandaríkjamenn um að hann sé ekki síður til þess fallinn en Bush að heyja stríð á hendur hryðjuverkamönnum. Það er einnig mikið rætt um ýmis hugsanlega jaðartilvik sem kunna að koma upp í kosningunum og margir eiga von á því að langvinnar deilur í réttarsölum muni að fylgja í kjölfar kosninganna. Að minnsta kosti þykir mönnum ólíklegt að þeir muni vita endanlega niðurstöðu þegar þeir leggjast til hvílu að kvöldi kjördags. Reynslan frá þvi fyrir fjórum árum sýnir að ýmislegt getur komið upp. Flestir fréttaskýrendur telja það ekki boða gott að framboðin hafi ráðið til sín tugþúsundir lögmanna en sjálfir benda lögmennirnir á að ýmsa vankanta megi sníða af framkvæmd kosninga ef eftirlit af hálfu framboðanna er virkt. Í Boston fögnuðu menn í dag sigri heimaliðsins Red Sox í bandarísku hafnarboltadeildinni og telja það boða gott fyrir þriðjudaginn þegar heimamaðurinn Kerry getur unnið annan sögulegan sigur og sest í Hvíta húsið. Næstu dagar verða erfiðir fyrir frambjóðendur og þeim þeytt út um allar jarðir til að herða stuðningsmenn sína í trúnni. Í ýmsum fylkjum eru úrslitin nú þegar ráðin og því hafa herforingjar kosningabaráttanna lagt áherslu á að flytja hörðustu stuðningsmennina sína á þá staði þar sem þörfin er stærst.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira