Heimsendakosningar blasa við 1. nóvember 2004 00:01 Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys, sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Óvissan í þessari kosningabarátttu er meiri en elstu menn muna eftir. Skoðanakannanafrömuðurinn John Zogby segir ákaflega erfitt að spá í spilin. Annar frambjóðandinn hafi meðbyr í tvo daga en þegar Zogby búist við þriðja deginum af meðbyr, til að hann fái skýra mynd af því sem sé að gerast, hverfi meðbyrinn og fer til andstæðingsins. Zogby segir að ólíkt fyrri árum virðist þetta vera miðaldra kjósendur. „Ólíkt því sem almennt er talið, og því sem ég hef talið, hafa þessir óákveðnu kjósendur sagt okkur að áður fyrr hafi þeir verið ákveðnir. Þeir sögðust líka fylgjast vel með og gátu sagt til um afstöðu hvors frambjóðanda í ýmsum málum,“ segir Zogby. Óákveðnum kjósendum líkar vel við Bush og segja hann traustan leiðtoga. Þeir eru á því að hann hafi sterka siðferðiskennd og sterk fjölskyldugildi. En óákveðnir eru andsnúnir stríðinu í Írak og hvernig Bandaríkin blönduðust inn í það. Óákveðnum líkar einnig vel við Kerry og telja hann nægilega traustan og hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir eru sammála honum í lykilmálaflokkum en eru hins vegar ekki vissir um hvort hægt sé að treysta honum og eru á því að hann hagi seglum um of eftir vindi. Að sögn Zogbys er aðeins einn af hverjumn fimm óákveðnum á því að forsetinn eigi skilið að vera endurkosinn. 30-40% segja að það sé kominn tími til að fá einhvern nýjan en helmingur er ekki viss. „Forsetinn hefur forystu í einu lykilmáli - stríðinu gegn hryðjuverkum. Þar hefur hann mikið forskot á Kerry. Í öðrum fjórum málum hefir Kerry forystu sem nemur tugum prósenta,“ segir Zogby. Sé litið til sögunnar og stöðunnar í dag má draga þá ályktun að Bush forseti sé í vanda. Zogby segir að ef sitjandi forseti fái undir 50% í skoðanakönnunum og hafi minna en 10% forskot tapi hann í sjö af hverjum tíu skiptum. Hann segist kalla þessar kosningar heimsendakosningar því báðar fylkingarnar segi að ef hin fylkingin vinni þýði það endalok heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Zogby hefur munurinn staðið tæpt áður en sjaldan eða aldrei hafi þjóðin verið svona klofin, reið og ófús til að sætta sig við sigurvegara sem vinnur nauman sigur, þ.e. ef það er andstæðingurinn. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys, sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Óvissan í þessari kosningabarátttu er meiri en elstu menn muna eftir. Skoðanakannanafrömuðurinn John Zogby segir ákaflega erfitt að spá í spilin. Annar frambjóðandinn hafi meðbyr í tvo daga en þegar Zogby búist við þriðja deginum af meðbyr, til að hann fái skýra mynd af því sem sé að gerast, hverfi meðbyrinn og fer til andstæðingsins. Zogby segir að ólíkt fyrri árum virðist þetta vera miðaldra kjósendur. „Ólíkt því sem almennt er talið, og því sem ég hef talið, hafa þessir óákveðnu kjósendur sagt okkur að áður fyrr hafi þeir verið ákveðnir. Þeir sögðust líka fylgjast vel með og gátu sagt til um afstöðu hvors frambjóðanda í ýmsum málum,“ segir Zogby. Óákveðnum kjósendum líkar vel við Bush og segja hann traustan leiðtoga. Þeir eru á því að hann hafi sterka siðferðiskennd og sterk fjölskyldugildi. En óákveðnir eru andsnúnir stríðinu í Írak og hvernig Bandaríkin blönduðust inn í það. Óákveðnum líkar einnig vel við Kerry og telja hann nægilega traustan og hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir eru sammála honum í lykilmálaflokkum en eru hins vegar ekki vissir um hvort hægt sé að treysta honum og eru á því að hann hagi seglum um of eftir vindi. Að sögn Zogbys er aðeins einn af hverjumn fimm óákveðnum á því að forsetinn eigi skilið að vera endurkosinn. 30-40% segja að það sé kominn tími til að fá einhvern nýjan en helmingur er ekki viss. „Forsetinn hefur forystu í einu lykilmáli - stríðinu gegn hryðjuverkum. Þar hefur hann mikið forskot á Kerry. Í öðrum fjórum málum hefir Kerry forystu sem nemur tugum prósenta,“ segir Zogby. Sé litið til sögunnar og stöðunnar í dag má draga þá ályktun að Bush forseti sé í vanda. Zogby segir að ef sitjandi forseti fái undir 50% í skoðanakönnunum og hafi minna en 10% forskot tapi hann í sjö af hverjum tíu skiptum. Hann segist kalla þessar kosningar heimsendakosningar því báðar fylkingarnar segi að ef hin fylkingin vinni þýði það endalok heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Zogby hefur munurinn staðið tæpt áður en sjaldan eða aldrei hafi þjóðin verið svona klofin, reið og ófús til að sætta sig við sigurvegara sem vinnur nauman sigur, þ.e. ef það er andstæðingurinn.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira