Innlent

Þriðja hvert barn fær rör í eyru

 Þá er mikill munur á sýklalyfjanotkun og röraísetningu í hljóðhimnur barna eftir búsetu á landinu. Þetta eru niðurstöður tíu ára rannsóknar á um 2700 börnum á fjórum stöðum á Íslandi hvað varðar ofangreind atriði. Mikill munur hefur komið í ljós á sýklalyfjaávísunum til barna eftir landsvæðum. Á Egilsstöðum hefur sýklalyfjanotkun minnkað um 2/3 á síðustu tíu árum og er þrisvar sinnum minni í dag heldur en þar sem sem hún er mest, sem er í Vestmannaeyjum Minnst var algengi röra í hljóðhimnum á Egilsstöðum þar sem þeim fækkaði úr 26% barna 1998 í 17% 2003. Mest var hún í Vestmannaeyjum þar sem hún jókst úr 35% í 44% barna 2003. Niðurstöðurnar undirstrika að standa þarf vel að greiningu sjúkdóma svo sem miðeyrnabólgu barna, sér í lagi ef nauðsyn er talin vera á sýklalyfjameðferð. Beita ætti eins þröngvirkri sýklalyfjameðferð eins og kostur er. Þannig er einnig hægt að sporna gegn útbreiðslu ónæmra bakteríustofna á landinu. Vísbendingar eru einnig um að fækka megi rörísetningum ef sýklalyf eru notuð skynsamlega og þröngvirkari lyf frekar notuð en breiðvirk gegn miðeyrnabólgum.    



Fleiri fréttir

Sjá meira


×