Springsteen og Crowe hjá Kerry 2. nóvember 2004 00:01 Á kosningaskrifstofu John Kerry í Boston sitja hundruð sjálfboðaliða og hringja út til kjósenda í Flórída, endna ekki talin þörf á að reka á eftir heimamönnum sem munu kjósa Kerry án nokkurrar umhugsunar. Sjálfboðaliðar sem ég talaði við sögðu að hringt væri í líklega kjósendur og að það hafi komið á óvart hversu margir létu sjá sig í morgun til þess að leggja hönd á plóginn. Þeir sem komu í hádeginu voru beðnir um að taka blöð með nöfnum og símanúmerum og hringja úr farsímunum sínum. Á skrifstofunni í Boston stendur til að ná í 125 þúsund manns og reyna að koma þeim á kjörstað. Annars staðar er mest áhersla lögð á Ohio og önnur fylki þar sem munurinn er lítill. Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum. Búast má við að færri komist að en vilji enda er öryggisgæslan gríðarleg og allir þurfa að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeim er hleypt inn á svæðið. Öryggisgæslan var hins vegar ekki mikil á kjörstað þar sem Kerry kaus fyrir um níutíu mínútum. Fyrir einskæra heppni var hópur Íslendinga, sem ég ferðast með, beint fyrir framan kjörstað og sá frambjóðandann í miklu návígi þar sem hann fór út úr bíl sínum til að greiða atkvæði. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að veifa stuðningsmönnum sínum og aðdáendum en hélt svo á eftirlætisveitingastað sinn til að snæða hádegisverð. En það mun vera hefð hjá honum að fara á þennan stað á kjördag. Sjálfboðaliðar eru víða á götum með spjöld til stuðnings sínum manni og andrúmsloftið í borginni spennuþrungið. Skoðanakannanir gera ráð fyrir að hnífjöfnum kosningum og ekkert hefur skilið á milli frambjóðenda á síðustu dögunum eins og stundum áður hefur verið raunin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Á kosningaskrifstofu John Kerry í Boston sitja hundruð sjálfboðaliða og hringja út til kjósenda í Flórída, endna ekki talin þörf á að reka á eftir heimamönnum sem munu kjósa Kerry án nokkurrar umhugsunar. Sjálfboðaliðar sem ég talaði við sögðu að hringt væri í líklega kjósendur og að það hafi komið á óvart hversu margir létu sjá sig í morgun til þess að leggja hönd á plóginn. Þeir sem komu í hádeginu voru beðnir um að taka blöð með nöfnum og símanúmerum og hringja úr farsímunum sínum. Á skrifstofunni í Boston stendur til að ná í 125 þúsund manns og reyna að koma þeim á kjörstað. Annars staðar er mest áhersla lögð á Ohio og önnur fylki þar sem munurinn er lítill. Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum. Búast má við að færri komist að en vilji enda er öryggisgæslan gríðarleg og allir þurfa að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeim er hleypt inn á svæðið. Öryggisgæslan var hins vegar ekki mikil á kjörstað þar sem Kerry kaus fyrir um níutíu mínútum. Fyrir einskæra heppni var hópur Íslendinga, sem ég ferðast með, beint fyrir framan kjörstað og sá frambjóðandann í miklu návígi þar sem hann fór út úr bíl sínum til að greiða atkvæði. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að veifa stuðningsmönnum sínum og aðdáendum en hélt svo á eftirlætisveitingastað sinn til að snæða hádegisverð. En það mun vera hefð hjá honum að fara á þennan stað á kjördag. Sjálfboðaliðar eru víða á götum með spjöld til stuðnings sínum manni og andrúmsloftið í borginni spennuþrungið. Skoðanakannanir gera ráð fyrir að hnífjöfnum kosningum og ekkert hefur skilið á milli frambjóðenda á síðustu dögunum eins og stundum áður hefur verið raunin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira