Erlent

Lýsir Bush yfir sigri?

Búist er við að George Bush muni lýsa yfir sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum innan stundar og ríkir sigurgleði í herbúðum hans. Samkvæmt útgönguspám hefur hann sigrað í Nevada og því hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að sigra. Stuðningsmenn Bush reikna ennfremur með sigri í Ohio. 99% atkvæða hafa verið talin þar og munar rúmlega 140 þúsund atkvæðum, Bush í vil. Endanleg úrslit munu þó ekki ráðast þar fyrr enn eftir nokkrar klukkustundir, eða jafnvel daga vegna vafaatkvæða. John Edwards, varaforsetaefni Kerrys, segir að telja verði öll atkvæði áður en hægt sé að lýsa yfir sigri eða ósigri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×