Biðin gæti varað í vikur 3. nóvember 2004 00:01 Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt. Ingólfur segir að líklega sé Bush búinn að sigra í kosningunum. Þó hafi spekingar allra sjónvarpsstöðva spáð því að Kerry myndi vegna vel, stuttu áður en kjörstöðum lokaði á Austurströndinni. Þeir höfðu hins vegar eins rangt fyrir sér og hugsast getur því fljótlega varð ljóst að Bush hafði forskot, bæði hvað atkvæðafjölda varðar og fjölda kjörmanna. Skipting ríkja á milli repúblíkana og demókrata er nánast nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Eins og staðan er núna hefur Bush hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til þess að tryggja sér Hvíta húsið en Kerry 242 kjörmenn. Sá sem hlýtur þá 20 kjörmenn sem í boði eru í Ohio vinnur kosningarnar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eftir að öll atkvæði hafa verið talin þar stendur eftir töluvert af svokölluðum bráðabirgðaatkvæðum og þau gætu ráðið úrslitum. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja þau. Bráðabirgðaatkvæðin gera kjósendum kleift að kjósa þó eitthvað hafi borið út af við almenna atkvæðagreiðslu, þ.e. að skráning hafi verið röng eða eitthvað í þeim dúr. Það kemur því til álita lögfræðinga í tengslum við flest þessara atkvæða og því gæti sagan frá því árið 2000 endurtekið sig. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í morgun að enginn vafi væri á því að Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Yfirlýsingar af þessu tagi eru taldar jafnlíklegar til að ráða úrslitum og endanleg talning því með þessu móti geta menn náð sálfræðilegu forskoti og þannig gert lögfræðingaherdeild Kerry erfiðara fyrir að véfengja úrslitin. Kerry er þó ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan þar sem enn er tvísýnt um úrslitin en John Edwards, varaforsetaefni demókrata, segir að tryggt verði að hvert einasta atkvæði verði talið. Þegar ríkir mikil sigurgleði í herbúðum Bush og er búist við yfirlýsingu frá forsetanum síðar í dag. Í þingkosningunum virðast repúblíkanar hafa unnið stórsigur og bætt við sig mönnum í báðum þingdeildum. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt. Ingólfur segir að líklega sé Bush búinn að sigra í kosningunum. Þó hafi spekingar allra sjónvarpsstöðva spáð því að Kerry myndi vegna vel, stuttu áður en kjörstöðum lokaði á Austurströndinni. Þeir höfðu hins vegar eins rangt fyrir sér og hugsast getur því fljótlega varð ljóst að Bush hafði forskot, bæði hvað atkvæðafjölda varðar og fjölda kjörmanna. Skipting ríkja á milli repúblíkana og demókrata er nánast nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Eins og staðan er núna hefur Bush hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til þess að tryggja sér Hvíta húsið en Kerry 242 kjörmenn. Sá sem hlýtur þá 20 kjörmenn sem í boði eru í Ohio vinnur kosningarnar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eftir að öll atkvæði hafa verið talin þar stendur eftir töluvert af svokölluðum bráðabirgðaatkvæðum og þau gætu ráðið úrslitum. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja þau. Bráðabirgðaatkvæðin gera kjósendum kleift að kjósa þó eitthvað hafi borið út af við almenna atkvæðagreiðslu, þ.e. að skráning hafi verið röng eða eitthvað í þeim dúr. Það kemur því til álita lögfræðinga í tengslum við flest þessara atkvæða og því gæti sagan frá því árið 2000 endurtekið sig. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í morgun að enginn vafi væri á því að Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Yfirlýsingar af þessu tagi eru taldar jafnlíklegar til að ráða úrslitum og endanleg talning því með þessu móti geta menn náð sálfræðilegu forskoti og þannig gert lögfræðingaherdeild Kerry erfiðara fyrir að véfengja úrslitin. Kerry er þó ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan þar sem enn er tvísýnt um úrslitin en John Edwards, varaforsetaefni demókrata, segir að tryggt verði að hvert einasta atkvæði verði talið. Þegar ríkir mikil sigurgleði í herbúðum Bush og er búist við yfirlýsingu frá forsetanum síðar í dag. Í þingkosningunum virðast repúblíkanar hafa unnið stórsigur og bætt við sig mönnum í báðum þingdeildum.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira