Aukið hungur kemur ekki á óvart 13. október 2005 15:02 "Þetta kemur ekkert á óvart í sjálfu sér. Við þekkjum það af gamalli reynslu að á meðan stríðsástand varir og ekki er hægt að koma við eðlilegri hjálparstarfsemi bitnar það helst á þeim sem síst skyldi," segir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu þess efnis að vannæring íraskra barna hafi aukist um tæplega helming eftir að ráðist var á landið. Í rannsókninni kemur fram að vannæring barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára hafi aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Það þýðir að um 400 þúsund írösk börn eru vannærð. Í skýrslunni segir að þessi mikla aukning komi á óvart og sé í raun illskiljanleg. "Stóra málið í þessu sambandi," segir Einar, "er að Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vilja koma á friði og ástæðan fyrir því að það er verið að ganga á milli bols og höfuðs hryðjuverkamanna er sú að það á að halda frjálsar kosningar í fyrsta skipti í landinu." Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir niðurstöður rannsóknarinnar skelfilegar því ástandið hafi verið slæmt fyrir. "Utanríkisráðherra sagði á Alþingi að hann teldi ástandið í Írak vera bærilegt og hafa batnað eftir árásina. Þessi skýrsla sýnir að þær fullyrðingar eru út í hött. Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu verða að horfast í augu við vandann ef það á að leysa hann." Einar telur að skýrslan stangist ekki á við það sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi. "Var ástandið glæsilegt þegar yfir landinu réð maður sem fór með hermdarverkum gegn eigin þjóð, réðist inn í fullvalda ríki og eirði engum? Ég held að það sé ekki hægt að mæla hryllinginn sem því fylgdi." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna málsins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði ekki skilaboðum. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
"Þetta kemur ekkert á óvart í sjálfu sér. Við þekkjum það af gamalli reynslu að á meðan stríðsástand varir og ekki er hægt að koma við eðlilegri hjálparstarfsemi bitnar það helst á þeim sem síst skyldi," segir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu þess efnis að vannæring íraskra barna hafi aukist um tæplega helming eftir að ráðist var á landið. Í rannsókninni kemur fram að vannæring barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára hafi aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Það þýðir að um 400 þúsund írösk börn eru vannærð. Í skýrslunni segir að þessi mikla aukning komi á óvart og sé í raun illskiljanleg. "Stóra málið í þessu sambandi," segir Einar, "er að Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vilja koma á friði og ástæðan fyrir því að það er verið að ganga á milli bols og höfuðs hryðjuverkamanna er sú að það á að halda frjálsar kosningar í fyrsta skipti í landinu." Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir niðurstöður rannsóknarinnar skelfilegar því ástandið hafi verið slæmt fyrir. "Utanríkisráðherra sagði á Alþingi að hann teldi ástandið í Írak vera bærilegt og hafa batnað eftir árásina. Þessi skýrsla sýnir að þær fullyrðingar eru út í hött. Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu verða að horfast í augu við vandann ef það á að leysa hann." Einar telur að skýrslan stangist ekki á við það sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi. "Var ástandið glæsilegt þegar yfir landinu réð maður sem fór með hermdarverkum gegn eigin þjóð, réðist inn í fullvalda ríki og eirði engum? Ég held að það sé ekki hægt að mæla hryllinginn sem því fylgdi." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna málsins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði ekki skilaboðum.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira