Innlent

Hárkolla eða augabrúnir

Nýja reglugerðin sem kveður á um þetta tekur gildi um næstu mánaðamót. Styrkurinn er að hámarki 43 þúsund krónur á ári. Hann er veittur fólki með langvarandi hárleysi, hárleysi vegna krabbameinsmeðferðar eða innkirtlameðferðar eða útbreiddan langvarandi blettaskalla. Styrkur til hárkollukaupa er ekki veittur þegar um venjulegan karlmannsskalla er að ræða. Styrkurinn er veittur til eins eða tveggja ára í senn eftir eðli vandans. "Upphæðin verður óbreytt en gildissviðið er víkkað," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, sem sagði að með þessari breytingu væri verið að auðvelda ofangreindum hópum að bregðast við sínum vanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×