Innlent

Einn látinn af alnæmi á árinu

Þetta kemur fram á vefsíðu landlæknisembættisins. Tveir þeirra sjúklinga sem greindust með alnæmi voru með þekkt HIV-smit en voru ekki í lyfjameðferð meðal annars vegna aukaverkana af lyfjunum, þegar þeir veiktust af alnæmi. Sá þriðji greindist fyrst með HIV skömmu áður en hann lést af völdum alnæmis. Í Noregi hefur nýsmiti af völdum HIV-veirunnar fjölgað á þessu ári, einkum meðal homma. Sama máli gegnir um Svíþjóð, en þar stafar þróunin af fjölgun innflytjenda, sem smitast hafa utan landsins. Í Danmörku hefur einnig orðið aukning á HIV-smiti. Hér á landi hafa í heildina 28 prósent HIV-smitaðra sýkst erlendis. Sé litið til undanfarinna fimm ára þá hafa 50 prósent smitaðra sýkst í útlöndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×