Eggjakaup af konum á gráu svæði 15. desember 2004 00:01 Ekkert í lögum bannar að egg til tæknifrjóvgunar séu keypt af konum, eins og fyrirhugað er að gera hér á landi. Hins vegar segir Sigurður Guðmundsson landlæknir það afar umdeilanlegt. Það er einkarekna tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica sem ákveðið hefur að bjóða konum greiðslu fyrir egg þar sem skortur er á þeim. "Það er ekki bannað í lögum um tæknifrjóvgun að taka gjald fyrir svona nokkuð," sagði landlæknir. "Hins vegar er mjög óvenjulegt að við, í þessu umhverfi sem við hrærumst í á Íslandi, greiðum fyrir gjafir á lífsýnum af þessu tagi. Það er að vísu ekki heldur bannað í lögum um lífsýni, sem taka til lífsýna og lífsýnabanka, að greiða gjafa fyrir sýnið. Hins vegar má bankinn sjálfur einungis rukka gjald til að standa undir kostnaði við öflun og umönnun sýnisins, en ekkert umfram það." Landlæknir benti á að ekki væri greitt fyrir blóðgjafir hér á landi, jafnvel þótt það væri ekki beinlínis bannað með lögum. "Mér finnst persónulega að það sé umhugsunarefni og afar umdeilanlegt mál að kaupa egg í þessu skyni, þar sem við greiðslum ekki fyrir blóðgjafir og munum vonandi aldrei gera." Landlæknir kvaðst telja sjálfsagt að greiða gjöfurum fyrir vinnutap, óþægindi og kostnað sem af því hlytist að gefa egg. En hvað varðaði beinar greiðslur bæri að fara varlega í ljósi þess samfélags sem menn byggju í. Hann benti enn fremur á að heilbrigt fólk tæki þátt í vísindarannsóknum sem sjálfboðaliðar. Í slíkum tilvikum hefðu rannsóknarmenn stundum greitt þátttakendum. Þær greiðslur ættu að koma gegn kostnaði, tíma og fleiru af því tagi. Ef sjúklingar tækju þátt í slíkri rannsókn væri ekki greitt fyrir það. Þetta væri vinnuvenjan hér á landi. "Á sama hátt myndi ég vilja sjá eggjagjöfum fyrir komið. Sé greitt fyrir þær sé það til að koma til móts við kostnað, vinnutap ef eitthvað er, en ekki sem umbun til þess að fjölga eggjagjöfum. Það finnst mér vera á mjög gráu svæði," sagði landlæknir sem kvaðs embættið myndu ræða málið á almennum nótum við fyrirtækið. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Ekkert í lögum bannar að egg til tæknifrjóvgunar séu keypt af konum, eins og fyrirhugað er að gera hér á landi. Hins vegar segir Sigurður Guðmundsson landlæknir það afar umdeilanlegt. Það er einkarekna tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica sem ákveðið hefur að bjóða konum greiðslu fyrir egg þar sem skortur er á þeim. "Það er ekki bannað í lögum um tæknifrjóvgun að taka gjald fyrir svona nokkuð," sagði landlæknir. "Hins vegar er mjög óvenjulegt að við, í þessu umhverfi sem við hrærumst í á Íslandi, greiðum fyrir gjafir á lífsýnum af þessu tagi. Það er að vísu ekki heldur bannað í lögum um lífsýni, sem taka til lífsýna og lífsýnabanka, að greiða gjafa fyrir sýnið. Hins vegar má bankinn sjálfur einungis rukka gjald til að standa undir kostnaði við öflun og umönnun sýnisins, en ekkert umfram það." Landlæknir benti á að ekki væri greitt fyrir blóðgjafir hér á landi, jafnvel þótt það væri ekki beinlínis bannað með lögum. "Mér finnst persónulega að það sé umhugsunarefni og afar umdeilanlegt mál að kaupa egg í þessu skyni, þar sem við greiðslum ekki fyrir blóðgjafir og munum vonandi aldrei gera." Landlæknir kvaðst telja sjálfsagt að greiða gjöfurum fyrir vinnutap, óþægindi og kostnað sem af því hlytist að gefa egg. En hvað varðaði beinar greiðslur bæri að fara varlega í ljósi þess samfélags sem menn byggju í. Hann benti enn fremur á að heilbrigt fólk tæki þátt í vísindarannsóknum sem sjálfboðaliðar. Í slíkum tilvikum hefðu rannsóknarmenn stundum greitt þátttakendum. Þær greiðslur ættu að koma gegn kostnaði, tíma og fleiru af því tagi. Ef sjúklingar tækju þátt í slíkri rannsókn væri ekki greitt fyrir það. Þetta væri vinnuvenjan hér á landi. "Á sama hátt myndi ég vilja sjá eggjagjöfum fyrir komið. Sé greitt fyrir þær sé það til að koma til móts við kostnað, vinnutap ef eitthvað er, en ekki sem umbun til þess að fjölga eggjagjöfum. Það finnst mér vera á mjög gráu svæði," sagði landlæknir sem kvaðs embættið myndu ræða málið á almennum nótum við fyrirtækið.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira