Sýkta svæðið enn ógirt 6. janúar 2005 00:01 Eigendur eyðibýlisins Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd hafa lagst gegn því að miltisbrandssýkta svæðið á jörð þeirra verði girt af, að sögn Gunnars Arnar Guðmundsonar héraðsdýralæknis. Unnið hefur verið að því að ná samkomulagi í málinu, enda talið brýnt að loka svæðinu þannig að skepnur komist ekki inn á það. Það var í byrjun desember sem þrjú hross drápust af miltisbrandi á Sjónarhóli. Hinu fjórða var lógað skömmu síðar. Óánægja er meðal skepnueigenda á svæðinu, sem átelja seinagang í girðingarmálinu. Þeir lýsa því svo að hlið að sýkta túninu sé galopið, girðingar liggi niðri að einhverju leyti og gulir lögregluborðar flögri fyrir vindinum. "Forkastanlegt," sagði Hafsteinn Snæland íbúi í Vogum um stöðuna. "Við höfum verið í viðræðum við landeigendur um þessar girðingar og það hefur ekki enn komist á samkomulag varðandi þær," sagði Gunnar Örn. "Við viljum girða af þetta svæði sem hestarnir voru sannanlega á. Þeir voru innan rafmagnsgirðingar. Hún gekk að hluta til yfir tjörn sem þarna er. Við viljum girða þessa rafmagnsgirðingu af, svo og tjörnina alla. Eins og maður hefur vissan skilning á, eru landeigendur ekki ánægðir með að fá girðingu þarna inn á mitt svæðið. En það hefur verið tekin ákvörðun um að láta ekki líða lengra heldur en viku héðan í frá. Þá verður gengið í þetta. " Gunnar Örn sagði, að búið væri að ráða verðtaka í girðingavinnuna, sem hefði átt að hefjast rétt fyrir jólin. En það hefði þá strandað á landeigendum. Landbúnaðarráðuneytið myndi kosta girðinguna og uppsetningu hennar. "Það er í rauninni stjórnvaldsskipum að þetta verði gert. Við ætluðum að reyna, ef hægt væri, að gera þetta í sátt við landeigendur," sagði Gunnar Örn sem kvaðst hafa trú á að það tækist "Við teljum ekki að þarna sé hætta fyrir fólk," sagði hann enn fremur og bætti við að svæðið gæti fyrst og fremst reynst hættulegt fyrir grasbíta. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Eigendur eyðibýlisins Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd hafa lagst gegn því að miltisbrandssýkta svæðið á jörð þeirra verði girt af, að sögn Gunnars Arnar Guðmundsonar héraðsdýralæknis. Unnið hefur verið að því að ná samkomulagi í málinu, enda talið brýnt að loka svæðinu þannig að skepnur komist ekki inn á það. Það var í byrjun desember sem þrjú hross drápust af miltisbrandi á Sjónarhóli. Hinu fjórða var lógað skömmu síðar. Óánægja er meðal skepnueigenda á svæðinu, sem átelja seinagang í girðingarmálinu. Þeir lýsa því svo að hlið að sýkta túninu sé galopið, girðingar liggi niðri að einhverju leyti og gulir lögregluborðar flögri fyrir vindinum. "Forkastanlegt," sagði Hafsteinn Snæland íbúi í Vogum um stöðuna. "Við höfum verið í viðræðum við landeigendur um þessar girðingar og það hefur ekki enn komist á samkomulag varðandi þær," sagði Gunnar Örn. "Við viljum girða af þetta svæði sem hestarnir voru sannanlega á. Þeir voru innan rafmagnsgirðingar. Hún gekk að hluta til yfir tjörn sem þarna er. Við viljum girða þessa rafmagnsgirðingu af, svo og tjörnina alla. Eins og maður hefur vissan skilning á, eru landeigendur ekki ánægðir með að fá girðingu þarna inn á mitt svæðið. En það hefur verið tekin ákvörðun um að láta ekki líða lengra heldur en viku héðan í frá. Þá verður gengið í þetta. " Gunnar Örn sagði, að búið væri að ráða verðtaka í girðingavinnuna, sem hefði átt að hefjast rétt fyrir jólin. En það hefði þá strandað á landeigendum. Landbúnaðarráðuneytið myndi kosta girðinguna og uppsetningu hennar. "Það er í rauninni stjórnvaldsskipum að þetta verði gert. Við ætluðum að reyna, ef hægt væri, að gera þetta í sátt við landeigendur," sagði Gunnar Örn sem kvaðst hafa trú á að það tækist "Við teljum ekki að þarna sé hætta fyrir fólk," sagði hann enn fremur og bætti við að svæðið gæti fyrst og fremst reynst hættulegt fyrir grasbíta.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira