Geðsjúkir rifnir upp með rótum 13. október 2005 15:20 Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúklings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það "hörmulegt, að þetta litla samfélag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp." Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé "rifið upp með rótum" og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildarstjóra í Arnarholti verður því lokað um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 - 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrrnefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúklingarnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrunarheimili. Þá sé verið að standsetja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeðferð LSH var áður og hitt í Esjugrund á Kjalarnesi. Hið síðarnefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúklingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undirbúningstíma. "Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara," sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. "Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið." Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnaðarskyni. "Ég kynntist samfélaginu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta," sagði hún."Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hefur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að þessu fólki skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúklings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það "hörmulegt, að þetta litla samfélag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp." Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé "rifið upp með rótum" og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildarstjóra í Arnarholti verður því lokað um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 - 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrrnefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúklingarnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrunarheimili. Þá sé verið að standsetja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeðferð LSH var áður og hitt í Esjugrund á Kjalarnesi. Hið síðarnefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúklingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undirbúningstíma. "Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara," sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. "Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið." Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnaðarskyni. "Ég kynntist samfélaginu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta," sagði hún."Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hefur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að þessu fólki skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira