Geðsjúkir rifnir upp með rótum 13. október 2005 15:20 Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúklings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það "hörmulegt, að þetta litla samfélag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp." Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé "rifið upp með rótum" og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildarstjóra í Arnarholti verður því lokað um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 - 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrrnefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúklingarnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrunarheimili. Þá sé verið að standsetja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeðferð LSH var áður og hitt í Esjugrund á Kjalarnesi. Hið síðarnefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúklingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undirbúningstíma. "Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara," sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. "Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið." Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnaðarskyni. "Ég kynntist samfélaginu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta," sagði hún."Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hefur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að þessu fólki skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúklings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það "hörmulegt, að þetta litla samfélag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp." Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé "rifið upp með rótum" og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildarstjóra í Arnarholti verður því lokað um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 - 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrrnefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúklingarnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrunarheimili. Þá sé verið að standsetja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeðferð LSH var áður og hitt í Esjugrund á Kjalarnesi. Hið síðarnefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúklingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undirbúningstíma. "Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara," sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. "Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið." Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnaðarskyni. "Ég kynntist samfélaginu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta," sagði hún."Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hefur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að þessu fólki skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira