Rannsaka erfðir á alkahólisma 18. janúar 2005 00:01 Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa fengið 330 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til rannsókna á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samning um samstarf höfuðstöðvum ÍE í gær. "Markmiðið er að reyna að finna hvernig erfðir leggja af mörkum til áhættunnar á því að verða alkahólisti eða fíkill," sagði Kári Stefánsson. "Reyna að einangra erfðavísi sem leggur af mörkum til alkahólisma eða annarrar fíknar. Síðan er vonin sú, að sú þekking sem kom út úr því megi nýta til að setja saman nýjar aðferðir til að lækna og fyrirbyggja. Fólk hefur látið sig dreyma um að hægt sé að setja saman lyf sem hjálpi fólki til að takast á við alkahólisma og aðra fíkn. Staðreyndin er hins vegar sú, að þó svo að það sé erfðaþáttur í áhættunni, þá erfa menn aldrei annað en tilhneiginguna til að fá sjúkdóminn. Sú staðreynd að menn erfa tilhneigingu tekur ekki af þeim ábyrgðina á því sem þeir gera. Hún er eftir sem áður á herðum hvers einstaklings fyrir sig." Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa um rannsóknir á líffræðilegum orsökum fíknar. Verkefnið hefur hlotið 8,1 miljóna evra styrk frá ESB. Helmingur styrksins, eða um 330 miljónir króna, er ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem ÍE mun annast. SÁÁ mun sjá um klínískan hluta rannsóknanna. Þetta er stærsti styrkur sem ESB hefur veitt til íslensks rannsóknaverkefnis. Þórarinn Tyrfingsson kvaðst gera ráð fyrir að 2 - 300 áfengissjúklingar tækju þátt í rannsókninni, svo og aðstandendur þeirra. Hitt lægi fyrir að enginn tæki þátt í slíkri rannsókn nema að skriflegt samþykki viðkomandi lægi fyrir áður. Næsta skref verður að rannsóknaraðilar munu senda inn umsókn til vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þá verður hafin útsending bréfa til fólk vegna þátttöku á næstu vikum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa fengið 330 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til rannsókna á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samning um samstarf höfuðstöðvum ÍE í gær. "Markmiðið er að reyna að finna hvernig erfðir leggja af mörkum til áhættunnar á því að verða alkahólisti eða fíkill," sagði Kári Stefánsson. "Reyna að einangra erfðavísi sem leggur af mörkum til alkahólisma eða annarrar fíknar. Síðan er vonin sú, að sú þekking sem kom út úr því megi nýta til að setja saman nýjar aðferðir til að lækna og fyrirbyggja. Fólk hefur látið sig dreyma um að hægt sé að setja saman lyf sem hjálpi fólki til að takast á við alkahólisma og aðra fíkn. Staðreyndin er hins vegar sú, að þó svo að það sé erfðaþáttur í áhættunni, þá erfa menn aldrei annað en tilhneiginguna til að fá sjúkdóminn. Sú staðreynd að menn erfa tilhneigingu tekur ekki af þeim ábyrgðina á því sem þeir gera. Hún er eftir sem áður á herðum hvers einstaklings fyrir sig." Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa um rannsóknir á líffræðilegum orsökum fíknar. Verkefnið hefur hlotið 8,1 miljóna evra styrk frá ESB. Helmingur styrksins, eða um 330 miljónir króna, er ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem ÍE mun annast. SÁÁ mun sjá um klínískan hluta rannsóknanna. Þetta er stærsti styrkur sem ESB hefur veitt til íslensks rannsóknaverkefnis. Þórarinn Tyrfingsson kvaðst gera ráð fyrir að 2 - 300 áfengissjúklingar tækju þátt í rannsókninni, svo og aðstandendur þeirra. Hitt lægi fyrir að enginn tæki þátt í slíkri rannsókn nema að skriflegt samþykki viðkomandi lægi fyrir áður. Næsta skref verður að rannsóknaraðilar munu senda inn umsókn til vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þá verður hafin útsending bréfa til fólk vegna þátttöku á næstu vikum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent