Hvíta húsið með yfirlýsingu Davíðs 26. janúar 2005 00:01 Á heimasíðu Hvíta hússins er að finna yfirlýsingu frá Davíð Oddssyni, fyrrum forsætisráðherra, sem dagsett er 18. mars 2003, sama dag og hann tók þá ákvörðun ásamt Halldóri Ásgrímssyni, að Íslendingar styddu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Yfirlýsingin er svohljóðandi: "Bandaríkin líta nú svo á að öryggi þeirra sé stórlega í hættu gagnvart gjörðum og árásum hryðjuverkamanna og vegna fjölda hótana frá löndum sem stjórnað er af einræðisherrum og harðstjórum. Þau trúa því að stuðningur frá þessu litla landi hafi að segja... Yfirlýsingin sem íslenska ríkisstjórnin gaf út varðandi deilurnar í Írak felur það í sér að við munum halda áfram þeirri nánu samvinnu sem við höfum haft við hinn öfluga bandamann okkar í vestri. Í fyrsta lagi felur þetta í sér leyfi til þess að fljúga yfir íslenska lofhelgi. Í öðru lagi leyfi til að nota Keflavíkurflugvöll ef þörf er á. Í þriðja lagi munum við taka þátt í uppbyggingu í Írak eftir að stríði lýkur. Í fjórða lagi lýsum við yfir pólitískum stuðningi við að ályktun 1441 sé framfylgt eftir fjögurra mánaða töf." Í yfirlýsingu Davíðs kemur fram að íslenska ríkisstjórnin hafi gefið út yfirlýsingu varðandi deilurnar í Írak. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í viðtali í Kastljósinu, 6. desember síðastliðinn, þegar hann var spurður hvort ríkisstjórnin hefði samþykkt að styðja innrásina í Írak: "Það var engin formleg samþykkt gerð um það í ríkisstjórn." Fréttablaðið óskaði eftir svörum frá utanríkisráðuneytinu um það hvaða yfirlýsingu Davíð væri að vísa til. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, vildi þetta eitt um málið segja: "Bandarískum yfirvöldum var tilkynnt ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hún lá fyrir." Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Á heimasíðu Hvíta hússins er að finna yfirlýsingu frá Davíð Oddssyni, fyrrum forsætisráðherra, sem dagsett er 18. mars 2003, sama dag og hann tók þá ákvörðun ásamt Halldóri Ásgrímssyni, að Íslendingar styddu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Yfirlýsingin er svohljóðandi: "Bandaríkin líta nú svo á að öryggi þeirra sé stórlega í hættu gagnvart gjörðum og árásum hryðjuverkamanna og vegna fjölda hótana frá löndum sem stjórnað er af einræðisherrum og harðstjórum. Þau trúa því að stuðningur frá þessu litla landi hafi að segja... Yfirlýsingin sem íslenska ríkisstjórnin gaf út varðandi deilurnar í Írak felur það í sér að við munum halda áfram þeirri nánu samvinnu sem við höfum haft við hinn öfluga bandamann okkar í vestri. Í fyrsta lagi felur þetta í sér leyfi til þess að fljúga yfir íslenska lofhelgi. Í öðru lagi leyfi til að nota Keflavíkurflugvöll ef þörf er á. Í þriðja lagi munum við taka þátt í uppbyggingu í Írak eftir að stríði lýkur. Í fjórða lagi lýsum við yfir pólitískum stuðningi við að ályktun 1441 sé framfylgt eftir fjögurra mánaða töf." Í yfirlýsingu Davíðs kemur fram að íslenska ríkisstjórnin hafi gefið út yfirlýsingu varðandi deilurnar í Írak. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í viðtali í Kastljósinu, 6. desember síðastliðinn, þegar hann var spurður hvort ríkisstjórnin hefði samþykkt að styðja innrásina í Írak: "Það var engin formleg samþykkt gerð um það í ríkisstjórn." Fréttablaðið óskaði eftir svörum frá utanríkisráðuneytinu um það hvaða yfirlýsingu Davíð væri að vísa til. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, vildi þetta eitt um málið segja: "Bandarískum yfirvöldum var tilkynnt ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hún lá fyrir."
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira