Til skammar fyrir landið 27. janúar 2005 00:01 Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá einstaklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notkun á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft samband við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rökstuddan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanka í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að tilkynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbúinn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að einhvert lyf hefði ákveðnar aukaverkanir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúklingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. sagði, að verið væri að athuga öll COX - 2 hemlalyfin nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Bandaríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfnuðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sérfræðinefndin fengi þau sínar til umfjöllunar og ætti lokaorðið um meðferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem verið hefði á COX - 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. "Það er almennt mjög lítið tilkynnt um aukaverkanir lyfja hér," sagði hún. "Það er hálfgert vandamál og er til skammar fyrir landið." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá einstaklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notkun á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft samband við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rökstuddan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanka í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að tilkynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbúinn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að einhvert lyf hefði ákveðnar aukaverkanir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúklingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. sagði, að verið væri að athuga öll COX - 2 hemlalyfin nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Bandaríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfnuðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sérfræðinefndin fengi þau sínar til umfjöllunar og ætti lokaorðið um meðferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem verið hefði á COX - 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. "Það er almennt mjög lítið tilkynnt um aukaverkanir lyfja hér," sagði hún. "Það er hálfgert vandamál og er til skammar fyrir landið."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira