Löng bið eftir fáum úrræðum 21. febrúar 2005 00:01 Það er alltof löng bið eftir of fáum úrræðum til handa fjölskyldu og aðstandendum barna með geðraskanir. Þetta segir Sesselja Jörgensen varaformaður Barnageðs, sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Sesselja þekkir þessi málefni af eigin raun, því eitt barna hennar og eiginmanns hennar þjáist af slíkum sjúkdómi og barátta fjölskyldunnar hefur verið löng og ströng. Þeir sem taka þátt í starfi Barnageðs vilja gjarnan ná til fleiri foreldra barna með geðraskanir og miðla af reynslu sinni, persónulegri og faglegri. Sesselja bendir á að einn sé kannski að ganga í gegnum eitthvað sem annar eigi eftir. Þar fáist leiðbeiningar og reynsla. Aðstandendur geti svo leitað hver til annars á miklum erfiðleikatímabilum. Þá geti sameinaður hópur foreldra lagst á eitt til að þrýsta á um úrbætur á sviðum heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsmála. "Sá sem á svona barn einangrast algjörlega heima hjá sér," segir Sesselja. "Það er ekki hægt að fá venjulega barnapössun, því unglingar ráða ekki við það. Sá eini sem gat passað fyrir okkur var bróðir minn, sem er átta árum eldri heldur en ég. Við hjónin fórum aldrei neitt saman, heldur sitt í hvoru lagi. Hitt sat heima með veika barnið." Sesselja segir foreldra barns með geðraskanir fá endalaus símtöl út af því til dæmis frá skólanum. Svo þurfi að sækja fundi hér og fundi þar til að reyna að fá úrræði fyrir barnið. "Svo þarftu að hugsa um hin systkinin og passa að þau gleymist ekki í þessu öllu saman. Það þarf að reyna að fá þau til að skilja það og lifa með því sem er í gangi, að svo miklu leyti sem þau geta það, þegar fárveikur bróðir eða systir er á heimilinu. Sá sem ekki hefur gengið í gegnum þetta skilur það ekki. Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir: "Mamma, ég vil bara fá að deyja." Það er ofboðslega erfitt að höndla það að barninu manns skuli geta liðið svona illa." Opinn fundur fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðraskanir barna og unglinga verður í kvöld klukkan 20.00 í húsnæði Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Þar verður ráðgjafarþjónusta Sjónarhóls kynnt og spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Það er alltof löng bið eftir of fáum úrræðum til handa fjölskyldu og aðstandendum barna með geðraskanir. Þetta segir Sesselja Jörgensen varaformaður Barnageðs, sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Sesselja þekkir þessi málefni af eigin raun, því eitt barna hennar og eiginmanns hennar þjáist af slíkum sjúkdómi og barátta fjölskyldunnar hefur verið löng og ströng. Þeir sem taka þátt í starfi Barnageðs vilja gjarnan ná til fleiri foreldra barna með geðraskanir og miðla af reynslu sinni, persónulegri og faglegri. Sesselja bendir á að einn sé kannski að ganga í gegnum eitthvað sem annar eigi eftir. Þar fáist leiðbeiningar og reynsla. Aðstandendur geti svo leitað hver til annars á miklum erfiðleikatímabilum. Þá geti sameinaður hópur foreldra lagst á eitt til að þrýsta á um úrbætur á sviðum heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsmála. "Sá sem á svona barn einangrast algjörlega heima hjá sér," segir Sesselja. "Það er ekki hægt að fá venjulega barnapössun, því unglingar ráða ekki við það. Sá eini sem gat passað fyrir okkur var bróðir minn, sem er átta árum eldri heldur en ég. Við hjónin fórum aldrei neitt saman, heldur sitt í hvoru lagi. Hitt sat heima með veika barnið." Sesselja segir foreldra barns með geðraskanir fá endalaus símtöl út af því til dæmis frá skólanum. Svo þurfi að sækja fundi hér og fundi þar til að reyna að fá úrræði fyrir barnið. "Svo þarftu að hugsa um hin systkinin og passa að þau gleymist ekki í þessu öllu saman. Það þarf að reyna að fá þau til að skilja það og lifa með því sem er í gangi, að svo miklu leyti sem þau geta það, þegar fárveikur bróðir eða systir er á heimilinu. Sá sem ekki hefur gengið í gegnum þetta skilur það ekki. Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir: "Mamma, ég vil bara fá að deyja." Það er ofboðslega erfitt að höndla það að barninu manns skuli geta liðið svona illa." Opinn fundur fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðraskanir barna og unglinga verður í kvöld klukkan 20.00 í húsnæði Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Þar verður ráðgjafarþjónusta Sjónarhóls kynnt og spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira