Innlent

Mósa - bakteríur af sama stofni

 Það er þó ekki fullsannað þar sem stofnrannsókn á bakteríunum er ekki að fullu lokið. Guðrún sagði að á döfinni væri gerð samantektar um tíðni mósa-baktería hér á landi. Þær skytu upp kollinum annað slagið. "Þessi mósa-baktería er ekkert svo hættuleg heilbrigði fólki," sagði Guðrún. "En við viljum ekki hafa þetta inni á sjúkrastofnunum því ónæmar bakteríur eru óvelkomnar. Þessi baktería veldur gjarnan sýkingu í sárum í tengslum við leggi og annað sem er að gerast á spítalanum. Ef maður er kominn með sýkingar af völdum ónæmrar bakteríu þar er það slæmt mál." Guðrún sagði að ekki hefðu fundist fleiri tilfelli á Hrafnistu. Til að öðlast fullvissu um að bakterían væri ekki lengur til staðar þar sem hún hefði stungið sér niður væri stofum lokað, þær þvegnar rækilega og ræktanir síðan teknar úr umhverfinu. Þegar allar ræktanir væru neikvæðar væri hægt að nota stofuna aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×