Ísland flytur vopn til Íraks 2. mars 2005 00:01 Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Þessar uppýsingar komu fram í utandagskrárumræðu sem Steingrímur J. Sigfússon hóf um stuðning Íslands við þjálfun írakskra öryggissveita. Davíð Oddsson varð fyrir svörum og sagði stuðning Íslands við þjálfun írakskra lögreglu- og hermanna á vegum NATO felast í fyrsta lagi í því að kosta flutning á búnaði fyrir öryggissveitirnar til Íraks. „Nú liggur fyrir að Ísland muni greiða fyrir flutning með flugvélum á rúmlega 500 tonnum af vopnum og skotfærum sem Slóvenar gefa Írökum. Kostnaðurinn verður um 40 milljónir króna,“ sagði Davíð. Í öðru lagi hefur Ísland lagt rúmar tólf milljónir króna í sjóð bandalagsins sem greiðir ferðir og uppihald manna úr írökskum öryggissveitum vegna þjálfunar utanlands. Loks er Íslendingur kominn til Íraks sem starfa mun sem upplýsingafulltrúi hjá þjálfunarsveitum NATO í landinu. Næst steig Steingrímur í pontu og sagði að það væri sem sagt um að ræða 60-70 milljónir hið minnsta sem Íslendingar leggðu í hergagnaflutninga og herþjálfun í Írak. „Og bætist það þá við hið sögulega framlag okkar til Afgana að flytja þangað skriðdreka. Mikið hlýtur þjóðinni að líða betur að vita af þessu framlagi sínu,“ sagði Steingrímur. Davíð Oddsson benti að öll bandalagsríki NATO tækju þátt í þjálfun írakskra öryggissveita og gat þess að Ísland hefði varið 300 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Írak. Hún yrði hins vegar ekki veitt nema öryggi væri tryggt svæðinu og því þurfi hvort tveggja að fara saman. Og Davíð ítrekaði að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi í neyðar- og mannúðaraðstoð, eða um 80-85%. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Þessar uppýsingar komu fram í utandagskrárumræðu sem Steingrímur J. Sigfússon hóf um stuðning Íslands við þjálfun írakskra öryggissveita. Davíð Oddsson varð fyrir svörum og sagði stuðning Íslands við þjálfun írakskra lögreglu- og hermanna á vegum NATO felast í fyrsta lagi í því að kosta flutning á búnaði fyrir öryggissveitirnar til Íraks. „Nú liggur fyrir að Ísland muni greiða fyrir flutning með flugvélum á rúmlega 500 tonnum af vopnum og skotfærum sem Slóvenar gefa Írökum. Kostnaðurinn verður um 40 milljónir króna,“ sagði Davíð. Í öðru lagi hefur Ísland lagt rúmar tólf milljónir króna í sjóð bandalagsins sem greiðir ferðir og uppihald manna úr írökskum öryggissveitum vegna þjálfunar utanlands. Loks er Íslendingur kominn til Íraks sem starfa mun sem upplýsingafulltrúi hjá þjálfunarsveitum NATO í landinu. Næst steig Steingrímur í pontu og sagði að það væri sem sagt um að ræða 60-70 milljónir hið minnsta sem Íslendingar leggðu í hergagnaflutninga og herþjálfun í Írak. „Og bætist það þá við hið sögulega framlag okkar til Afgana að flytja þangað skriðdreka. Mikið hlýtur þjóðinni að líða betur að vita af þessu framlagi sínu,“ sagði Steingrímur. Davíð Oddsson benti að öll bandalagsríki NATO tækju þátt í þjálfun írakskra öryggissveita og gat þess að Ísland hefði varið 300 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Írak. Hún yrði hins vegar ekki veitt nema öryggi væri tryggt svæðinu og því þurfi hvort tveggja að fara saman. Og Davíð ítrekaði að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi í neyðar- og mannúðaraðstoð, eða um 80-85%.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira