Tryggja þarf nægilegt bóluefni 4. mars 2005 00:01 Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hófu starf í vikunni um hvernig best sé hægt að verja almenning gegn því að fuglaflensan illræmda berist hingað. Einnig er rætt hvernig bregðast skuli við, fari svo að þær ráðstafanir dugi ekki til. Nýverið fól ríkisstjórn Íslands starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis að fara yfir stöðu mála hvað varðar fuglaflensuna og athuga hvað skynsamlegt væri að gera til að verjast henni, verði hún að heimsfaraldri. Aðspurður hvort til greina komi að loka landinu fari fuglaflensufaraldurinn af stað, sagði Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytsins, að starfið væri ekki komið á það stig, að farið sé að ræða slíkt í smáatriðum. "Í svona umræðu er nauðsynlegt að kanna allar aðstæður," sagði hann. "Það verður að skoða alla möguleika og við erum rétt að byrja að fara yfir það sem við getum gert. Við munum sjálfsagt hittast dálítið ört og tala við fólk til þess að þetta fari vel af stað. Það þarf að ræða við mjög marga því þetta snertir svo mörg svið þjóðfélagsins, meðal annars heilbrigðiskerfið og almannavarnakerfið." Davíð, sem jafnframt er formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði að ef svo óheppilega vildi til að flensan brytist út, yrði allt kapp lagt á að bólusetja menn hér áður en hún bærist til landsins. Það væri sjálfsagt einn af alsterkustu leikjunum sem hægt væri að leika í stöðunni. "Nú þegar liggur fyrir allítarlegt skipulag á sóttvörnum, sem samið var þegar hætta var talin á að bráðalungnabólgan gæti borist hingað. Vinnan hvað varðar heilbrigðiskerfið mun sjálfsagt byggjast á þeirri reynslu sem við fengum þá. Eitt af því sem skoða þarf er með hvaða hætti við tryggjum að bóluefni komi hingað eins hratt og hugsast getur," sagði Davíð. "Það er eitt af því sem allur heimurinn er að skoða." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hófu starf í vikunni um hvernig best sé hægt að verja almenning gegn því að fuglaflensan illræmda berist hingað. Einnig er rætt hvernig bregðast skuli við, fari svo að þær ráðstafanir dugi ekki til. Nýverið fól ríkisstjórn Íslands starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis að fara yfir stöðu mála hvað varðar fuglaflensuna og athuga hvað skynsamlegt væri að gera til að verjast henni, verði hún að heimsfaraldri. Aðspurður hvort til greina komi að loka landinu fari fuglaflensufaraldurinn af stað, sagði Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytsins, að starfið væri ekki komið á það stig, að farið sé að ræða slíkt í smáatriðum. "Í svona umræðu er nauðsynlegt að kanna allar aðstæður," sagði hann. "Það verður að skoða alla möguleika og við erum rétt að byrja að fara yfir það sem við getum gert. Við munum sjálfsagt hittast dálítið ört og tala við fólk til þess að þetta fari vel af stað. Það þarf að ræða við mjög marga því þetta snertir svo mörg svið þjóðfélagsins, meðal annars heilbrigðiskerfið og almannavarnakerfið." Davíð, sem jafnframt er formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði að ef svo óheppilega vildi til að flensan brytist út, yrði allt kapp lagt á að bólusetja menn hér áður en hún bærist til landsins. Það væri sjálfsagt einn af alsterkustu leikjunum sem hægt væri að leika í stöðunni. "Nú þegar liggur fyrir allítarlegt skipulag á sóttvörnum, sem samið var þegar hætta var talin á að bráðalungnabólgan gæti borist hingað. Vinnan hvað varðar heilbrigðiskerfið mun sjálfsagt byggjast á þeirri reynslu sem við fengum þá. Eitt af því sem skoða þarf er með hvaða hætti við tryggjum að bóluefni komi hingað eins hratt og hugsast getur," sagði Davíð. "Það er eitt af því sem allur heimurinn er að skoða."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira