Mál Fischers inn á Japansþing 14. mars 2005 00:01 Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð. Stuðningsmenn Fischers hafa síðustu daga átt fundi með þingmönnum á japanska þinginu til að fá þá til liðs við sig í baráttunni við að fá hann leystan úr haldi og sendan til Íslands. Sú vinna hefur nú skilað árangri. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 munu þingmenn úr Lýðræðisflokknum, stærsta stjórnarandstöðuflokknum, krefja stjórnarliða svara um mál Fischers á morgun í opnum fyrirspurnartíma þingnefndar sem fer með diplómatísk samskipti og varnarmál. Þar með er vonast til þess að mál hans komist á hreyfingu enda telja lögmenn Fischers engar lagaforsendur til að halda honum lengur. En á meðan málið vindur upp á sig á hinum póltíska vettvangi í Tókýó er Fischer aftur kominn í einangrun eftir að hafa lent í átökum við fangavörð. Þegar það gerðist var Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var í beinu símasambandi við Fischer sem var að segja honum frá því þegar hann braut gleraugu eins varðanna. Sæmundur segir að Fischer hafi sagst hafa stappað á gleraugunum viljandi og brotið þau. Þegar hér var komið sögu komu verðir og leiddu Fischer á brott. Sæmundur segir að Fischer hafi öskrað að verðirnir væru að taka hann og þá hafi sambandið slitnað. Hann sé í einangrun því Sæmundur hafi hvorki getað heimsótt hann í gær né í dag. Sæmundur segir að Fishcer losni ekki nema hann fái ríkisborgararétt fyrir 5. apríl þegar Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra hann fyrir skattsvik. Ef hann fái ríkisborgararéttinn eftir þann tíma sé hann hræddur um að Fischer verði sendur til Bandaríkjanna. Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð. Stuðningsmenn Fischers hafa síðustu daga átt fundi með þingmönnum á japanska þinginu til að fá þá til liðs við sig í baráttunni við að fá hann leystan úr haldi og sendan til Íslands. Sú vinna hefur nú skilað árangri. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 munu þingmenn úr Lýðræðisflokknum, stærsta stjórnarandstöðuflokknum, krefja stjórnarliða svara um mál Fischers á morgun í opnum fyrirspurnartíma þingnefndar sem fer með diplómatísk samskipti og varnarmál. Þar með er vonast til þess að mál hans komist á hreyfingu enda telja lögmenn Fischers engar lagaforsendur til að halda honum lengur. En á meðan málið vindur upp á sig á hinum póltíska vettvangi í Tókýó er Fischer aftur kominn í einangrun eftir að hafa lent í átökum við fangavörð. Þegar það gerðist var Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var í beinu símasambandi við Fischer sem var að segja honum frá því þegar hann braut gleraugu eins varðanna. Sæmundur segir að Fischer hafi sagst hafa stappað á gleraugunum viljandi og brotið þau. Þegar hér var komið sögu komu verðir og leiddu Fischer á brott. Sæmundur segir að Fischer hafi öskrað að verðirnir væru að taka hann og þá hafi sambandið slitnað. Hann sé í einangrun því Sæmundur hafi hvorki getað heimsótt hann í gær né í dag. Sæmundur segir að Fishcer losni ekki nema hann fái ríkisborgararétt fyrir 5. apríl þegar Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra hann fyrir skattsvik. Ef hann fái ríkisborgararéttinn eftir þann tíma sé hann hræddur um að Fischer verði sendur til Bandaríkjanna.
Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira